Fimmvörðuháls

Þórður Höskuldsson


Skógar-Þórsmörk (Fimmvörðuháls á milli Eyjafjalla- og Mýrdalsjökuls)

Vegalengd 22 km, áætlaður göngutími um 9 klst., lóðrétt hækkun/lækkun 1000m. Leiðin liggur frá Skógum undir Eyjafjöllum, milli Eyjafjalla- og Mýrdalsjökuls, yfir til Þórsmerkur. Hér er um að ræða eina allra vinsælustu gönguleið á Íslandi en e.t.v. þá viðsjárverðustu sakir snöggra breytinga sem geta orðið á veðri á hvaða árstíma sem er. Það getur verið blítt og stillt veður á láglendi en þegar komið er upp á háhálsinn getur skollið á svarta þoka svo að ekki sér handa skil. Á leiðinni eru tveir skálar, annar Baldvinsskáli í eigu FÍ og Fimmvörðuhálsskáli í eigu Útivistar.


Ekið af stað með rútu á laugardagsmorgni að Skógum. Ferðalangar ganga frá Skógum yfir hálsinn og niður í Þórsmörk, að skála Ferðafélagsins í Langadal þangað sem komið erum kvöldið og gist um nóttina. Á sunnudegi er ekið til Reykjavíkur.