Laugavegurinn - 2. leggur

Þórður Höskuldsson


Höskuldsskáli við Hrafntinnusker – Álftavatn

Höskuldsskáli: GPS staðsetning 63°55,840 19°09,700,
Álftavatn: GPS staðsetning 63°51,470 19°13,640
Vegalengd 12 km.
Áætlaður göngutími 4-5 klst.
Lóðrétt lækkun 490 m.

Héðan er haldið til suðurs yfir slétturnar vestur af Reykjafjöllum, stefnan tekin á vestanverð Kaldaklofsfjöll og upp á hrygginn (GPS staðsetning 63°55.123' 19°09.208) á milli þeirra og Jökulgils. Á þessum hluta leiðarinnar eru nokkrir gilskorningar sem geta virst fullir af snjó en í raun er það einungis þunnt snjólag. Því er nauðsynlegt að gæta sérstkrar varúðar. Betra er krókur en kelda. Eftir þetta fer að halla niður í móti og að lokum er farið niður brattar Jökultungurnar. Þá er komið niður að Grashagakvísl sem oft þarf að vaða. Þar er gott að taka matarhlé. Eftir það er auðveld og auðrötuð leið til suðvesturs að Álftavatni

Markvert á leiðinni

1. Ganga á Háskerðing í góðu skyggni er ólýsanlegt, það þurfa menn að upplifa. Gangið frá hryggnum sem nefndur var hér að ofan og hafið hnúkinn sem er rétt við leiðina á hægri hönd. Þá blasir Háskerðingur við framundan. Gætið að sprungum sérstaklega á efsta hluta leiðarinnar. Toppurinn er hins vegar yfirleitt snjólaus.

2. Gefið ykkur góðan tíma til að njóta stórbrotins útsýnis frá brún Jökultungna

Þar ber mest á jöklunum þremur, Mýrdals- Eyjafjalla- og Tindfjallajökli.