Laugavegurinn - 3. leggur

Þórður Höskuldsson


Álftavatn: GPS staðsetning 63°51,470 19°13,640

Botnaakáli: GPS staðsetning 63°45,980 19°22,450
Vegalengd 15 km.
Áætlaður göngutími 6-7 klst.
Lóðrétt lækkun 40 m.

Frá Álftavatni suður í Botna á Emstrum eru tvær mögulegar leiðir:

A) Leiðin um Hvanngil. Þá er haldið í austur frá skálanum eftir stikaðri leið og austur í Hvanngil. Vaða þarf Bratthálskvíslina sem varla getur talist mikið mál. Einnig er hægt að ganga eftir bílveginum. Útsýni af brúninni ofan Hvanngils, suður og austur yfir fjöllin er ægifagurt. Leiðin liggur síðan suður Emstrur að mestu um örfoka land. Sé veður þurrt með vindi eru á líkur sandfoki. Vaða þarf Bláfjallakvísl. Yfir hinar árnar, Kaldklofskvísl og Innri-Emstruá eru brýr.

Eftir að komið er Emstruá er gengið á milli Útigönguhöfðanna. Það er nálægt klst. gangur súður í Botnaskála á Emstrum.

B) Leiðin um Brattháls og Klámbrekku. (ráðfærið ykkur við skálavörð) Fyrst er haldið beint suður með Álftavatni að autanverðu og síðan austur yfir Brattháls þar sem hann er um það bil að verða jafnhár landinu í kring. Gengið niður Klámbrekku og Kaldaklofskvísl vaðin þar sem hún beygir til suðurs. Talsvert vatn getur verið í kvíslinni en það er lygnt og því fremur auðvaðið. Þaðan er gengið í suðaustur með Stóru-Súlu á vinstri hönd og komið inn á aðalgönguleiðina rétt norðan við Innri-Emstruána.