ÁRBÓK 1998 - FJALLAJARÐIR OG FRAMAFRÉTTUR BISKUPSTUNGNA

ÁRBÓK 1998 - FJALLAJARÐIR OG FRAMAFRÉTTUR BISKUPSTUNGNA

ISK 3.500.00

Árbókin 1998 fjallar um fjallajarðir og Framafrétt Biskupstungna við brún hálendisins.

Nánari upplýsingar um vöru

Efnistök:
Gísli Sigurðsson, blaðamaður ritar hér um heimaslóðir sínar, en hann er frá Úthlíð í Biskupstungum.

Annars vegar lýsir Gísli hálendinu ofan Biskupstungna, Framafrétti sem nær upp að Langjökli og Hvítárvatni og á breiddina allt frá hreppamörkum á Rótasandi og í Lambahrauni í vestri og austur að Hvítá.

Hins vegar fjallar hann um bæjaröðina við brún hálendisins: Hlíðarbæjum vestan frá Brúará austur að Múla, bæina í Haukadalssókn í grennd við Geysi og loks bæina austan Tungufljóts að Hvítá.

Um vegina neðan hálendisbrúnarinnar liggur tíðfarin ferðamannaleið enda laða Geysir og Gullfoss að sér fleiri skoðendur en önnur náttúrufyrirbrigði í landinu. Um Framafrétt liggur bílvegurinn upp á Kjöl, fjölförnustu hálendisslóð landsins.

Bókarkaflar:
Biskupstungur á breytingaskeiði. Brúarárskörð og Brúará af Rótasandi til byggðar. Fjallajarðirnar, bæjaröðin við brún hálendisins. Landnámsjörðin Úthlíð. Hrauntúnsland – náttúrufjársjóður í umsjá Skógræktar ríkisins. Konungsvegurinn. Hlíðarfjöllin. Lambahraunsdyngjan og Úthlíðarhraun. Geysir og hverasvæðið í Haukadal. Haukadalur – landnámsjörð og sögustaður. Haukadalsheiði. Hvítá og Gullfoss. Framafréttur Biskupstungna og fjallferðir. Hagavatn, Brekknafjöll og Hagafell.

Jón H. Sigurðsson líffræðingur frá Úthlíð tók saman tegundalista blómplantna sem birtur er í bókinni. Listi er yfir heimildir og örnefnaskrá. – Aftan við meginefni bókarinnar eru skýrslur um starfsemi Ferðafélags Íslands og deilda þess árið 1997.

Höfundur texta:
Gísli Sigurðsson, f. 1930, blaðamaður.

Höfundar mynda:
Gísli Sigurðsson. Einnig eiga Mats Vibe Lund og Björn Hróarsson ljósmyndir í bókinni.