ÁRBÓK 2006 - MÝVATNSSVEIT

ÁRBÓK 2006 - MÝVATNSSVEIT

ISK 4.500.00

Árbókin 2006 fjallar um Mývatnsssveit og næsta umhverfi hennar, með kostum og kynjum.

Nánari upplýsingar um vöru

Höfundur tekur lesandann með sér í ferðalag um sveitina, ofan af Mývatnsheiði og niður að bæjunum við Laxá, síðan fram á Suðurbæi áður en förinni er haldið áfram meðfram vatninu sunnan og austan þess.

Komið er í hlað á hverjum bæ og staldrað við, lengi þar sem ferðamönnum býðst beini og gisting eins og á Skútustöðum og í Reykjahlíð. Síðan er haldið með bæjum norðan vatns og hringnum lokað við Laxá. Eftir að hafa skoðað byggðina er haldið upp á heiðar, fjöll, hraun og sanda umhverfis alla sveit. Komið að Kröflu, brölt í Búrfellshrauni, litið á Lúdent, haldið á Heilagsdal, farið um Fremrináma, skotist í Sellönd og Suðurárbotna.

Um leið og landinu er lýst er haldið á vit sögu og sagna, sögð deili á fólki, lífsbaráttu þess og lifnaðarháttum, en einnig hugað að náttúrunni sem óvíða í landinu er eins fjölbreytt og við Mývatn: fjöld fugla, fiskur í vatni, mýflugan í senn vargur og lífhlekkur. Kynnt er Náttúrurannsóknastöðin og fluttur fróðleikur vísindamanna um lífríkið. Margt er tíundað um jarðfræði og það hvernig ásýnd landsins hefur orðið til.

Höfundur texta:
Jón Gauti Jónsson, landfræðingur.

Höfundur mynda:
Jóhann Óli Hilmarsson.

Staðfræðikort:
Guðmundur Ó. Ingvarsson.