Árbók 2011 - Í Dali vestur

Árbók 2011 - Í Dali vestur

ISK 7.900.00

Bókin er um Dalabyggð norðan Laxárdalsheiðar og fjallar einkum um svæðið milli Hvammsfjarðar og Gilsfjarðar en hluti Stranda, frá Hrútafjarðarbotni og norður í Bitru, kemur einnig við sögu.

Nánari upplýsingar um vöru

Árbók Ferðafélags Íslands kemur út nú þegar vor og eftirvænting er í lofti enda sumarið framundan og ferðahugur farinn að gera vart við sig. Enda þótt ekki leggi allir leið sína á árbókarslóðir þykir flestum mikill fengur að bókinni. Hún opnar fegurð og fróðleik um landið og er enn einn kjörgripurinn í bókasafn félagsmanna.

Bókin er um Dalabyggð norðan Laxárdalsheiðar og fjallar einkum um svæðið milli Hvammsfjarðar og Gilsfjarðar en hluti Stranda, frá Hrútafjarðarbotni og norður í Bitru, kemur einnig við sögu.

Höfundur bókarinnar er Árni Björnsson, þjóðháttafræðingur. Árni hefur áður skrifað texta í árbækur Ferðafélagsins jafnframt því að hafa verið fararstjóri, fyrirlesari og veitt félaginu margvíslega aðstoð í gegnum árin.

Bókin er vönduð landlýsing svæðis sem Árni þekkir vel. Sögu svæðisins eru gerð góð skil en söguríkt er það svo sannarlega. Þá eru í bókinni upplýsingar um fjölda skemmtilegra gönguleiða. Bókin veitir því lesandanum góða leiðsögn.

Bókin er prýdd fjölda ljósmynda sem flestar voru teknar sérstaklega fyrir bókina af Daníel Bergmann. Daníel annaðist einnig umbrot á bókinni auk vinnslu ljósmynda. Bókin hefur einnig að geyma vönduð kort sem teiknuð voru af Guðmundi Ó. Ingvarssyni.

Handritalestur var í höndum Eiríks Þormóðssonar, Guðrúnar Kvaran og Helga Magnússonar sem einnig vann við skrár. Jón Viðar Sigurðsson ritstýrði verkinu.

Félagsmenn sem greitt hafa félagsgjöld 2011 fá árbókina senda heim ásamt félagsskírteini og njóta þar með margvíslegra fríðinda sem fylgja því að vera í félaginu.

Með ferðafélagskveðju,

Ólafur Örn Haraldsson
Forseti Ferðafélags Íslands