Skálar deilda FÍSæluhús Ferðafélags Íslands og deildanna úti um land eru þægilegir áningarstaðir á ferðalagi um óbyggðir Íslands. Þau eru á 38 stöðum víðsvegar um land og allur almenningur getur nýtt þau óháð aðild að Ferðafélaginu. Sæluhúsin eru nær öll opin allt árið og í stærstu húsunum er gæsla yfir sumarmánuðina. Yfir vetrarmánuðina er mörgum skálum læst en hægt að nálgast lykla hjá viðkomandi deild og á skrifstofu FÍ.

Fyrsta sæluhúsið var reist í Hvítárnesi 1930. Það var stórátak að reisa fyrsta raunverulega sæluhúsið á Íslandi. Þessu húsi hefur margt verið gert til góða á undanförnum árum og nú þegar liðin eru 75 ár frá byggingu þess er það góður hvíldarstaður þeim er þar gista.

Upplýsingar um skála deilda má finna á heimasíðum ferðafélaganna.