Skálareglur

Umgengnisreglur

Meginreglan er sú að aðkoma sé þægileg og að skálarnir geti verið notarlegar vistarverur fyrir ferðafólk á fjöllum. Hreinlæti skiptir því miklu og tillitsemi við náungann er lykilatriði.

  • Ef gæsla er í skála skal haft samband við skálavörð sem raðar í skála og fer yfir reglur
  • Dýrahald er ekki leyfilegt í skálum
  • Ró skal vera komin í skála á miðnætti
  • Farið er úr skóm í andyri
  • Taka þarf með sér rusl
  • Reykingar eru bannaðar í skálum
  • Ganga þarf frá áhöldum í eldhúsi
  • Bæta skal í vatnspott á eldavél
  • Ganga þarf frá skálunum eins og menn vilja koma að þeim sjálfir
  • Muna að greiða gistingu

Mulaskali.jpg
Í Lónsöræfum. Múlaskáli í Nesi. Skáli í eigu Ferðafélags Austur-Skaftfellinga.