Aukanámskeið í GPS notkun

12/04/2016

Vegna mikillar eftirspurnar verður boðið upp á aukaframhaldsnámskeið í GPS notkun, miðvikudaginn 13. apríl. Annað framhaldsnámskeiðið er 12. apríl og svo er nördanámskeið í GPS, fimmtudaginn 14. apríl.

Á framhaldsnámskeiðunum er kennd notkun PC forritsins Garmin BaseCamp, hvernig senda á upplýsingar milli GPS tækis og tölvu, hvernig GPS gögn eru send/sótt með rafrænum hætti (í gegnum tölvupóst eða af netvafra).

Mælt er með því að þátttakendur mæti með fartölvu, GPS tæki og USB snúru sem passar á milli.

Leiðbeinandi á námskeiðunum er Hilmar Már Aðalsteinsson og kennt er frá kl. 19-22 í risi FÍ, Mörkinni 6.

Verð: 5.000/7.000. Innifalið: Kennsla og verkleg æfing.

Bókað er á námskeiðin á skrifstofu FÍ í síma: 568 2533.

Sjá einnig: Nördanámskeið 14. apríl