Ferðakynningar framundan!

27/03/2017

Hvert viltu fara í sumar? Á næstu vikum býður FÍ upp á svokölluð ferðakynningarkvöld þar sem fararstjórar fara yfir skipulag ferða og sýna myndir.

Á hverju kynningarkvöldi eru þrjár til fjórar ferðir kynntar í máli og myndum á skýran og skorinorðan hátt og hvert kynningarkvöld stendur aðeins í klukkustund.

Ertu með valkvíða eða ekki alveg viss hvert skal halda í sumar? Þá er þetta leiðin til að spá og spekúlera, hitta fararstjórana og mögulega ferðafélaga og taka í kjölfarið upplýsta ákvörðun um gönguferðir sumarsins :)

Ferðakynningar - Dagskrá

Hér fyrir neðan má sjá hvaða ferðakynningar eru næst á dagskrá. Smellið á nafnið til að lesa nánar um ferðina.

28. mars. Þriðjudagur

Jógaferð í Hornbjargsvita
Pílagrímaganga: Bær í Borgarfirði-Skálholt í Biskupstungum
Á slóðum stríðsminja og morðsögu: Hesteyri, Fljótavík og Aðalvík

3. apríl. Mánudagur

FÍ UNG. Hornbjargsviti
FÍ UNG. Laugavegur
FÍ UNG. Fimmvörðuháls