Á gönguskíðum um landið

05/04/2016

laugar5_a-skidum.jpg

laugar2_a-skidum.jpg

Tuttugu manna hópur FÍ Landvætta gekk á gönguskíðum um 25 km leið frá Sigöldu í Landmannalaugar síðasta laugardag og til baka á sunnudag. Hópurinn hreppti frábært veður, gott færi og hárrétt hitastig á heitu lauginni í Landmannalaugum :)

Ferðin var æfingaferð FÍ Landvætta fyrir Fossavatnsgönguna á Ísafirði í byrjun maí sem er 50 km skíðagöngukeppni. Þátttakendur í FÍ Landvættum taka þátt í fjórum þrautum á einu ári, þ.e. skíðagöngu, hjólreiðum, útisundi og fjallahlaupi og öðlast að því loknu sæmdarheitið Landvættur. Sjá nánar um FÍ Landvætti.