Hættur á Hengilsvæðinu kortlagðar

30/03/2016

Hættur á Hengilsvæðinu kortlagðar

Hitaholur geta verið varasamar fyrir vetraferðalanga því oft myndast holrúm eða svokallaður holsnjór sem er sérstaklega varasamur fyrir þá sem ferðast um á vélsleðum eða jeppum.

Orka náttúrunnar hefur nú gefið út hnitaskrár fyrir GPS tæki af öllum gufu- og heitavatnslögnum á Hengilsvæðinu. Þetta eykur ferðaöryggi um svæðið til muna en ásamt þessum hnitaskrám hafa líka verið sett upp viðvörunarskilti til að vara við hættum sem leynast á Hengilsvæðinu, Nesjavöllum og Hellisheiði.

Smelltu hér til að sækja hnitaskrár af gufulögnum á Hengilssvæðinu og leiðbeiningar um notkun skránna.