Herðubreið og Holuhraun á ferðakynningakvöldi

01/04/2016

Ferðafélag Íslands hefur í vetur staðið fyrir ferðakynningarkvöldum til að kynna nokkrar af þeim ferðum sem boðið er upp á næsta sumar. Á þessum kvöldum, sem standa aðeins í eina klukkustund, segja fararstjórar frá ferðunum sínum og sýna myndir.

Næsta og reyndar síðasta ferðakynningin í vetur verður þriðjudagskvöldið 5. apríl í risi FÍ, Mörkinni 6 og hefst stundvíslega kl. 20. Áhugasamir eru hvattir til að koma og kynna sér ferðirnar, hitta fararstjórana og mögulega ferðafélaga.

Ferðirnar sem verða kynntar eru eftirfarandi. Smellið á nöfnin til að lesa meira.

Kerlingafjöll
Herðubreið, Askja og Holuhraun
Raðganga um Hornstrandir