Á laugardaginn: Fjallaskíðaferð á Botnssúlur

17/03/2016

Fyrirhugaðri fjallaskíðaferð á Eyjafjallajökul núna á laugardaginn 19. mars hefur verið breytt í fjallaskíðaferð á Botnssúlur.

Nokkur pláss eru laus í ferðina og áhugasamir eru hvattir til að mæta á undirbúningsfund í dag, fimmtudag kl. 17:45 í risinu fyrir ofan skrifstofur FÍ, Mörkinni 6. Til að panta pláss í ferðina þarf að hringja á skrifstofu FÍ í síma 568 2533.

Veðurspá á laugardaginn er afar góð fyrir Botnssúlur og allar líkur á frábærum skíðatúr. Fyrirhugað er að ganga upp úr Brynjudal á Vestursúlu og ef færið er gott verður líka reynt við Norðursúlu.

Gert er ráð fyrir hægri SV-átt, 4-6m/s og hitastigi við frostmark á fjallinu en lítið eitt kólnandi þegar líður á daginn. Í upphafi ferðar má búast við smá úrkomu sem allar líkur eru á að dragi úr þegar líður á daginn og birtir til. Sem sagt fullkomið útivistarveður.

Fararstjórar: Tómas Guðbjartsson, Helgi Jóhannesson og Jón Gauti Jónsson.

Verð: 6.000 fyrir félagsmenn FÍ og 9.000 fyrir utanfélagsmenn.

Ferðaplanið er eftirfarandi:
- Brottför kl. 9 frá Ferðafélagi Íslands Mörkinni 6.
- Áætluð brottför úr Brynjudal kl. 10.15
- Áætlaður komutími til Reykjavíkur er fyrir kl. 18.

Nauðsynlegur búnaður:
Sem allir þurfa að hafa með, fyrir utan auðvitað fjallaskíðabúnað, fatnað og nesti:

  1. Snjóflóðaýli
  2. Snjóflóðastöng
  3. Létta skóflu
  4. Jöklabroddar á skó – mikilvægt að búið sé að stilla mannbroddana á skíðaskóna fyrir ferðina svo ekki þurfi að gera það í miðri brekku
  5. Fjallaskíðabroddar undir skíðin
  6. Ísexi
  7. Bakpoka með festingum til að bera skíðin – bestir eru sérstakir fjallaskíðabakpokar

Nánar um útbúnað: Hvað á ég að hafa með mér?

Fjallaskíði
Fjallaskíðaskór, fjallaskíðastafir stillanlegir, skinn undir skíðin, broddar undir skíðin.

Jöklabúnaður
Ísöxi, mannbroddar og klifurbelti með einni karabínu - allur þessi búnaður fæst leigður hjá FÍ fyrir kr. 6000 / 8000. Athugið að í þessa ferð þarf ekki klifurbelti með karabínu enda ekki yfir jökul að fara.

Snjóflóðabúnaður
Snjóflóðaýlir, snjóflóðastöng og létt skófla - allur þessi búnaður fæst leigður hjá FÍ kr. 8000 / 10.000

Fatnaður - innsta lag
Síðerma bolur úr ull eða gerviefnum og síðar nærbuxur úr sama efni.

Fatnaður - millilag
Göngubuxur eða fleece buxur
Ullarsokkar / göngusokkar
Hlý peysa (ull eða fleece)
Húfa og vettlingar

Fatnaður - ysta lag
Vatns og vindheldur öndunarfatnaður, buxur og jakki
Góðir gönguskór sem styðja vel við ökla
Legghlífar

Annar búnaður
Bakpoki 30-45L Sem rúmar það sem þið ætlið með
Sólgleraugu (CE) og sólvörn (20 eða meira) +sólarblokk á varir
Auka peysa til að nota í pásum
Myndavél
Stillanlegir göngustafir
Skíðagleraugu
Vindheldar lúffur/vettlingar
Lambhúshetta
Verkjatöflur og íbúfen.
Blöðruplástra

Drykkir og nesti
Drykkir 2 til 3 lítrar.( eftir þörfum hvers og eins )
Mælt er með einum lítra af heitu, t.d. kakó eða te.
Aðrir drykkir geta t.d. verið vatn, orkudrykkir eða ávaxtasafi.
Nesti getur t.d. verið fjórar flatkökur með hangikjöti, einn kexpakki og súkkulaðistykki.
Eins gott að hafa eitthvað til að maula, t.d. rúsínur og hnetur.

Undirbúningur
Gott er að hafa hvílst vel síðustu tvo daga fyrir ferð og náð góðum svefni.
Eins er gott að hafa borðað orkuríkan góðan mat síðustu tvo daga fyrir ferð ( eins og alla daga )
Amk. ekki koma ósofinn og næringarlaus í upphafi ferðar.