Opið í Þórsmörk og Landmannalaugum um páskana

23/03/2016

Skrifstofa Ferðafélags Íslands er lokuð yfir páskahátíðina.

Opnum aftur þriðjudaginn 29. mars.

Opið verður í Skagfjörðsskála í Þórsmörk og í Landmannalaugum yfir páskana og skálaverðir eru á báðum stöðum og taka á móti gestum.

Símanúmer skálavarðar í Þórsmörk er: 866-9997.

Í Landmannalaugum hefur skálavörður verið að störfum síðustu vikur og hægt er að ná sambandi í síma: 860-3335. Sjá einnig fésbókarsíðu Landmannalauga þar sem reglulega eru settar inn myndir og upplýsingar um færð og veður.

Gleðilega páska.