Skálaverðir óskast

27/03/2017

Ferðafélag Íslands leitar að skálavörðum til starfa í Landmannalaugum í sumar. Leitað er eftir starfsfólki úr röðum félagsmanna á aldrinum 30 ára og eldri sem getur starfað í að minnsta kosti í þrjár vikur yfir sumartímann en einnig býðst starf yfir allt sumarið.

Starfið er launað og felst í móttöku gesta, þrifum og samskiptum við landverði og ferðaþjónustuaðila svo dæmi séu tekin. Viðkomandi skal hafa góða þekkingu á Fjallabaki, gönguleiðum og náttúru. Mikilvægt er að viðkomandi búi yfir ríkri þjónustulund og hafi góða tungumálakunnáttu, sé handlaginn og greiðvikinn.

Ef þú hefur áhuga, þá vinsamlegast sendu póst með ferilskránni þinni á [email protected] fyrir 10. apríl, og láttu póstinn heita: Skálavarsla.

Laugar_opt.jpg