Ferð: Aðventuganga Ferðafélags Íslands

Suðurland
Aðventuganga Ferðafélags Íslands
Gönguferð í Heiðmörk
Ert þú félagsmaður í FÍ Nei
Lýsing

Nú styttist óðum í jólin og því tilvalið að gera eitthvað skemmtilegt með fjölskyldunni á aðventunni.

Ferðafélag Íslands býður upp á gönguferð í Heiðmörk þar sem við ætlum að njóta náttúrunnar, ná okkur jólatré og fá okkur heitt súkkulaði í lokin í gamla bænum við Elliðavatn.


Þátttaka ókeypis, allir velkomnir. Þátttakendur greiða sjálfir fyrir jólatré og heitt súkkulaði. 

Fararstjórn

Gróa Másdóttir og Helga Bára Bartels Jónsdóttir