Ferð: Á slóðum landnemanna

Suðvesturland
Á slóðum landnemanna
Í samstarfi við HÍ: Með fróðleik í fararnesti
Ert þú félagsmaður í FÍ Nei
Lýsing

Ferðafélag barnanna spáir í Íslandssögunni. 

Voru landnámsmennirnir okkar víkingar? Var Ingólfur Arnarson raunverulega til? Hvernig var lífið hjá fyrstu Íslendingunum? Hvernig voru föt landnemanna og hvað var í matinn? 

Gönguferð um slóðir landnema í miðborg Reykjavíkur þar sem sagnfræðingar og fornleifafræðingar segja okkur frá fyrsta fólkinu sem settist að á Íslandi og leitast við að svara öllum þessum spurningum og mörgum fleiri. 

Safnast verður saman fyrir utan Landnámssýninguna á horni Aðalstrætis og Túngötu kl. 10, og tekur gangan um tvær klukkustundir. 

Hluti af samstarfsverkefni Ferðafélags Íslands og Háskóla Íslands.

Þátttaka er ókeypis og allir velkomnir. Ekkert að panta, bara mæta!

Brottför/Mæting
Fyrir utan Landnámssýninguna á horni Aðalstrætis og Túngötu.

Pakkað fyrir dagsferð

Dagsferðir eru mismunandi og geta tekið frá örfáum klukkustundum upp í hálfan sólarhring.  Listinn hér að neðan er því ekki tæmandi, heldur aðeins til viðmiðunar. Endanlegur búnaður fer eftir persónulegum þörfum, lengd ferðar, veðri og árstíma.

Göngufatnaður

 • Góðir gönguskór og mjúkir göngusokkar
 • Nærföt, ull eða flís, eftir veðri
 • Peysa úr ull eða flís
 • Göngubuxur / stuttbuxur

Í dagpokanum

 • Bakpokahlíf / plastpoki inni í bakpokanum
 • Áttaviti, landakort og GPS tæki
 • Smurt nesti fyrir daginn
 • Göngunasl svo sem þurrkaðir ávextir, súkkulaði og hnetur
 • Vatnsbrúsi
 • Hitabrúsi með kakói, tei eða kaffi
 • Göngustafir
 • Myndavél og kíkir
 • Sólgleraugu / skíðagleraugu
 • Sólarvörn og varasalvi
 • Hælsærisplástur, plástur, teygjubindi og verkjalyf
 • Salernispappír, blautþurrkur og litlir plastpokar fyrir notaðan pappír
 • Húfa, vettlingar og buff um hálsinn
 • Vind- og vatnsþéttur hlífðarfatnaður
 • Legghlífar, vaðskór og broddar, ef þurfa þykir