- Lýsing
Afar fáfarin gönguleið, sem skipulögð er í samstarfi við Arinbjörn Jóhannsson á Brekkulæk í Miðfirði, um afréttir Borgfirðinga og Vestur-Húnvetninga.
Lagt er upp frá vaði á Norðlingafljóti og farið meðfram Eiríksjökli og upp undir Langjökul. Þaðan er haldið norðvestur yfir Arnarvatnsheiði og niður í Miðfjörð.
Bera þarf farangur fyrir utan mat.
- Brottför/Mæting
- Kl. 12
- Fararstjórn
Maríus Þór Jónasson.
- Innifalið
- Rúta, gisting í 5 nætur, matur (6 x kvöldverður, 5 x morgunverður, 5 x nesti), veiði, sund og fararstjórn.
Leiðarlýsing
Brottför: Kl. 12 með rútu frá skrifstofu FÍ, Mörkinni 6.
1.d., miðvikud. Ekið framhjá Húsafelli. Surtshellir skoðaður á leiðinni að Norðlingafljóti. Farangur fluttur í náttstað. Gengið í Álftakrók. Þar bíður hópsins heitur matur. Gist í gangnamannakofa. 9 km.
2.d. Gengið um vegleysur milli vatna að gangnamannakofa í Fljótsdrögum. Gist í tvær nætur. 18 km.
3.d. Gengið upp í gíginn Hallmund, sem Hallmundarhraun rann úr fyrir um 1100 árum og ef veður leyfir upp á Jökulstalla utan í Langjökli. 18 km.
4.d. Gengið frá Fljótsdrögum yfir Langajörfa og ,,lágan hvannamó”, yfir Skammá, milli Réttarvatns og Arnarvatns og meðfram Sesseljuvík að Lónaborg við Grandalón og gist þar í tvær nætur. 20 km.
5.d. Dvalið um kyrrt, veitt í matinn, fylgst með fuglalífi og heimsfriðnum andað að sér. Veiðin grilluð.
6.d. Gengin um 7 km leið upp á veginn sem liggur frá Arnarvatni stóra niður í Miðfjörð. Rúta ekur hópnum í sund á Hvammstanga. Eftir veglega máltíð á Brekkulæk í Miðfirði er ekið til Reykjavíkur.
Hægt er að skipta greiðslum með kortaláni frá Valitor. Vinsamlega hafið samband við skrifstofu FÍ í síma 568 2533.