Ferð: Eldfjallaganga á Helgafell

Suðvesturland
Eldfjallaganga á Helgafell
Ferðafélag barnanna
Ert þú félagsmaður í FÍ Nei
Lýsing

Hvernig verða fjöllin til? Ferðafélag barnanna kannar málið.

Jarðfræðingur frá Háskóla Íslands leiðir göngu á Helgafell við Hafnarfjörð og hópurinn fræðist um ýmis jarðfræðileg fyrirbrigði svo sem hvernig fjöllin á Íslandi urðu til, um eldgos og hvort fjöllin hverfi? 

Mæting kl. 11 á bílastæði skammt frá Kaldárseli við Helgafell. 

Mikilvægt er að klæða sig vel, vera í góðum skóm og taka með gott nesti. 3 klst. 

Hluti af samstarfsverkefni Ferðafélags Íslands og Háskóla Íslands: Með fróðleik í fararnesti.

Þátttaka er ókeypis og allir velkomnir. Ekkert að panta, bara mæta.

Brottför/Mæting
Kl. 11 við Helgafell

Pakkað fyrir dagsferð

Dagsferðir eru mismunandi og geta tekið frá örfáum klukkustundum upp í hálfan sólarhring.  Listinn hér að neðan er því ekki tæmandi, heldur aðeins til viðmiðunar. Endanlegur búnaður fer eftir persónulegum þörfum, lengd ferðar, veðri og árstíma.

Göngufatnaður

 • Góðir gönguskór og mjúkir göngusokkar
 • Nærföt, ull eða flís, eftir veðri
 • Peysa úr ull eða flís
 • Göngubuxur / stuttbuxur

Í dagpokanum

 • Bakpokahlíf / plastpoki inni í bakpokanum
 • Áttaviti, landakort og GPS tæki
 • Smurt nesti fyrir daginn
 • Göngunasl svo sem þurrkaðir ávextir, súkkulaði og hnetur
 • Vatnsbrúsi
 • Hitabrúsi með kakói, tei eða kaffi
 • Göngustafir
 • Myndavél og kíkir
 • Sólgleraugu / skíðagleraugu
 • Sólarvörn og varasalvi
 • Hælsærisplástur, plástur, teygjubindi og verkjalyf
 • Salernispappír, blautþurrkur og litlir plastpokar fyrir notaðan pappír
 • Húfa, vettlingar og buff um hálsinn
 • Vind- og vatnsþéttur hlífðarfatnaður
 • Legghlífar, vaðskór og broddar, ef þurfa þykir