Ferð: FÍ Eldri og heldri göngur

Suðvesturland
FÍ Eldri og heldri göngur
Göngur fyrir eldri og heldri
Ert þú félagsmaður í FÍ Nei
Lýsing

Ferðafélag Íslands býður félögum á eftirlaunaaldri að taka þátt í hressandi göngum frá 10. febrúar til 6. maí. 

Þátttaka í verkefninu er ókeypis fyrir félaga í Ferðafélagi Íslands en þátttökukostnaður fyrir þá sem ekki er í félaginu er kr 10.000
Hér er hægt að ganga í Ferðafélagið

Vinsamlegast skráið ykkur í verkefnið hér að ofan, aðeins þarf að skrá sig einu sinni. 

Gengið verður tvisvar í viku á höfuðborgarsvæðinu á mánudögum og miðvikudögum kl. 10. Gengið verður á sléttlendi að mestu leyti og göngutíminn er 60 – 90 mínútur. 

Á mánudögum verður gengið um Elliðaárdal en á miðvikudögum förum við vítt og breitt um höfuðborgarsvæðið, sjá dagskrá hér til hliðar.     

Hér er hægt að fylgjast með verkefninu á Facebook. 

Fararstjórn

Heiðrún Ólafsdóttir  

Ókeypis fyrir félagsmenn Ferðafélags Íslands

Alla mánudaga til 4. maí: Hittumst við Toppstöðina í Elliðaárdal og göngum af stað kl. 10.

Miðvikudagar:
12. febrúar - Vífilsstaðavatn 2.3 km - hittumst á bílaplani við vatnið 
19. febrúar - Öskjuhlíð 4 km - hittumst við Nauthól 
26. febrúar - Seltjarnarnes og Grótta 4.3 km - hittumst á bílaplani við Gróttugranda 
4. mars - Grafarvogur 5 km - hittumst við Grafarvogskirkju 
11. mars - Álftanes og Bessastaðatjörn 6.3 km - hittumst við Katthúsatjörn 
18. mars - Fossvogur 6.4 km - hittumst við Landspítalann í Fossvogi 
25. mars - Kaldársel og Valahnúkar 5 km - hittumst á bílaplani við Helgafell 
1. apríl - Kópavogsdalur 5.5 km - hittumst við Digraneskirkju  
8. apríl - Leirvogur - 6.6 km - við Eiðsgranda við Geldinganes 
15. apríl - Elliðaárdalur fyrir ofan stíflu - 5.5 km - hittumst við Ásbæjarsafn 
22. apríl - Álafoss og Varmá - 4 km - hittumst við Íþróttamiðstöðina að Varmá 
29. apríl - Ástjörn og Ásfjall 3.9 km - hittumst við íþróttamiðstöðina að Ásvöllum 
6. maí - Vatnsendi og Elliðavatn 3.7 km - hittumst á bílaplani við Krika við Elliðahvammsveg. 

Við hvetjum fólk til að sameinast í bíla.

Pakkað fyrir dagsferð

Dagsferðir eru mismunandi og geta tekið frá örfáum klukkustundum upp í hálfan sólarhring.  Listinn hér að neðan er því ekki tæmandi, heldur aðeins til viðmiðunar. Endanlegur búnaður fer eftir persónulegum þörfum, lengd ferðar, veðri og árstíma.

Göngufatnaður

 • Góðir gönguskór og mjúkir göngusokkar
 • Nærföt, ull eða flís, eftir veðri
 • Peysa úr ull eða flís
 • Göngubuxur / stuttbuxur

Í dagpokanum

 • Bakpokahlíf / plastpoki inni í bakpokanum
 • Áttaviti, landakort og GPS tæki
 • Smurt nesti fyrir daginn
 • Göngunasl svo sem þurrkaðir ávextir, súkkulaði og hnetur
 • Vatnsbrúsi
 • Hitabrúsi með kakói, tei eða kaffi
 • Göngustafir
 • Myndavél og kíkir
 • Sólgleraugu / skíðagleraugu
 • Sólarvörn og varasalvi
 • Hælsærisplástur, plástur, teygjubindi og verkjalyf
 • Salernispappír, blautþurrkur og litlir plastpokar fyrir notaðan pappír
 • Húfa, vettlingar og buff um hálsinn
 • Vind- og vatnsþéttur hlífðarfatnaður
 • Legghlífar, vaðskór og broddar, ef þurfa þykir