Ferð: Fjölskylduganga um Laugaveginn

Hálendið
Fjölskylduganga um Laugaveginn
Ferðafélag barnanna
Ert þú félagsmaður í FÍ Nei
Lýsing

Ferðafélag barnanna gengur Laugaveginn. 

Fjölskyldunni gefst hér tækifæri til að ganga saman þessa vinsælustu leið landsins, í ferð sem er skipulögð með börn og unglinga í huga. 

Áhersla er lögð á að fara ekki of hratt yfir, skemmtilegar samverustundir á kvöldin og að leyfa börnum og foreldrum að njóta samvista án rafrænna truflana. 

Glens og gaman í bland við fræðslu er aðalsmerki ferðarinnar. Umfram allt eru börnin í fyrirrúmi, þau fá að njóta sín og öll fræðsla er á máli sem þau skilja.

Farangur og matur er trússaður á milli skála.

Hálft verð fyrir yngri en 18 ára. 

Brottför/Mæting
Kl. 8 með rútu frá FÍ
Fararstjórn

Auður Kjartansdóttir og Páll Guðmundsson  

Innifalið
Rúta, gisting, trúss og fararstjórn

Leiðarlýsing

1.d., miðvikud. Gengið frá Landmannalaugum í skálann í Hrafntinnuskeri. 5-6 klst.

2.d. Gengið um Kaldaklofsfjöll og gist í Hvanngili. 5-6 klst.

3.d. Haldið yfir ár og sanda í skálann í Emstrum. 7-8 klst.

4.d. Gengið yfir æsilega brú og stöðugt grónara land niður í Langadal í Þórsmörk. 7-8 klst. Áfanganum fagnað með hoppi og híi og ærlegri kvöldvöku.

5.d. Morgunganga eða leti. Rúta til Reykjavíkur um hádegi.

 Hægt er að skipta greiðslum með kortaláni frá Valitor. Vinsamlega hafið samband við skrifstofu FÍ í síma 568 2533.