Ferð: Fjölskylduganga um Laugaveginn V

Hálendið
Fjölskylduganga um Laugaveginn V
Ferðafélag Barnanna
Ert þú félagsmaður í FÍ Nei
Lýsing

Fjölskyldunni gefst hér tækifæri til að ganga saman þessa vinsælustu leið landsins, í ferð sem er skipulögð með börn og unglinga í huga. Áhersla er lögð á að fara ekki of hratt yfir, skemmtilegar samverustundir á kvöldin og að leyfa börnum og foreldrum að njóta samvista án rafrænna truflana.

Glens og gaman í bland við fræðslu er aðalsmerki ferðarinnar. Umfram allt eru börnin í fyrirrúmi, þau fá að njóta sín og öll fræðsla er á máli sem þau skilja. Farangur og matur er trússaður á milli skála.

Brottför/Mæting
Kl. 8
Fararstjórn

Steinunn Leifsdóttir og Sólveig Reynisdóttir

Innifalið
Rúta, gisting, trúss og fararstjórn.

Leiðarlýsing

1.d., miðvikud. Gengið frá Landmannalaugum í skálann í Hrafntinnuskeri. 5-6 klst.

2.d. Gengið um Kaldaklofsfjöll og gist í Hvanngili. 6-7 klst.

3.d. Haldið yfir ár og sanda í skálann í Emstrum. 7-8 klst.

4.d. Gengið yfir æsilega brú og vaxandi gróðurlendi niður í Langadal í Þórsmörk. 7-8 klst. Áfanganum fagnað með hoppi og híi og ærlegri kvöldvöku.

5.d. Morgunganga eða leti. Rúta til Reykjavíkur um hádegi.