Ferð: Fjöruferð í Gróttu

Suðvesturland
Fjöruferð í Gróttu
Með fróðleik í fararnesti
Ert þú félagsmaður í FÍ Nei
Lýsing

Við skoðum ýmsar lífverur fjörunnar, grúskum og leitum að kröbbum og öðrum smádýrum í skemmtilegri fjöruferð í Gróttu. Þar er fjölbreytt dýra-, fugla- og plöntulíf. Líffræðingar frá Háskóla Íslands leiða gönguna. Gott er að mæta vel klæddur, í stígvélum og með fötur eða glær ílát til að safna hinum ýmsu lífverum. Ekki gleyma nesti. 2-3 klst.  

Hluti af samstarfsverkefni Ferðafélags Íslands og Háskóla Íslands: Með fróðleik í fararnesti.  

Þátttaka er ókeypis og allir velkomnir. Ekkert að panta, bara mæta!  

Brottför:

Kl. 11 við bílastæði við Gróttu, yst á Seltjarnarnesi.