Ferð: Hornstrandir

Hornstrandir
Hornstrandir
Aðalvík – Straumnesfjall - Hesteyri
Ert þú félagsmaður í FÍ Nei
Lýsing

Hefur þig ekki alltaf dreymt um komast á Hornstrandir og uppgötva undur friðlandsins án þess að bera allt á bakinu? Viltu ekki sofa í góðum húsum og gera vel við þig í mat? Viltu ekki heyra sögur af svæðinu og fá nasasjón af menningu og mannlífi? Viltu ekki skoða minjar um kalda stríðið á sjálfum heimsenda? Hefurðu ekki alltaf viljað horfast í augu við íslenska heimskautarefinn? 

Þetta er allt hægt í „snerpuferð“ þar sem sofið er í tvær nætur í friðlandinu á Hornströndum í góðum húsum og gengið um fjörur og fjöll. Tveir af helstu þéttbýliskjörnum Hornstranda eru heimsóttir, Aðalvík og Hesteyri. 

Brottför/Mæting
Kl. 8 við bryggjuna á Bolungarvík
Fararstjórn

 Jón Örn Guðbjartsson. 

Innifalið
Sigling, gisting, farastjórn og matur á Hesteyri.

Leiðarlýsing

1.d., sunnud. Um leið og gengið er á land í Aðalvík er haldið á Straumnesfjall þar sem merkar minjar um veru Bandaríkjamanna eru skoðaðar og ýmsar sögur rifjaðar upp sem tengjast veru þeirra á fjallinu. Gist er í Stakkadal í Aðalvík og þar snæddur kvöldverður. ( ekki innifalinn)

2.d. Gengið úr Aðalvík yfir heiðina til Hesteyrar og gist í Læknishúsinu þar sem boðið er upp á vellystingar. Saga staðarins er rakin. 

3.d. Hvalstöðin í Hesteyrarfirði skoðuð og kirkjugarðurinn og vikið að menningu og mannlífi áður en siglt er síðdegis yfir Djúpið til Ísafjarðar. 

Mæting á bryggjunni Í Bolungarvík kl. 7:30

 Hægt er að skipta greiðslum með kortaláni frá Valitor. Vinsamlega hafið samband við skrifstofu FÍ í síma 568 2533.  

 Heimur Hornstranda

Hornstrandir hafa í gegnum tíðina heillað marga. Dæmi eru um að fólk fari áratugum saman á þessar harðbýlu slóðir og uppgötvi stöðugt eitthvað nýtt. Sú var tíð að þéttbýlt var á Hornströndum. Nú er staðan sú að enginn er þar yfir harðasta veturinn en þegar vorar birtist sumarfólkið. 

Pakkað fyrir bakpokaferð

Þegar gengið er með allt á bakinu er nauðsynlegt að skera útbúnað niður eins og hægt er, án þess að sleppa nauðsynjum. Hafið bakpokann ekki þyngri en þið treystið ykkur til að bera. Hæfileg þyngd fer eftir líkamsástandi hvers og eins en oft er miðað við að bakpoki skuli ekki vera þyngri en 15-20% af líkamsþynd þess sem ber hann.

Athugið að listinn hér að neðan er ekki tæmandi, heldur aðeins til viðmiðunar. Endanlegur búnaður fer eftir persónulegum þörfum, lengd ferðar og hvort sofið er í skála eða tjaldi. Ef gengið er á milli skála, þá má í flestum skálum Ferðafélags Íslands finna eldunaraðstöðu og matarílát auk salernis/kamars með klósettpappír.

Ýmislegt

 • Bakpoki, ekki of stór
 • Svefnpoki, léttur og hlýr
 • Bakpokahlíf / plastpokar inn í bakpokann
 • Tjald og tjalddýna
 • Göngustafir
 • Áttaviti, landakort og GPS tæki
 • Höfuðljós
 • Viðgerðasett, nál og tvinni, snæri og klemmur
 • Myndavél og kíkir
 • Sólgleraugu / skíðagleraugu
 • Broddar, ef þurfa þykir
 • Peningar

Snyrtivörur / sjúkravörur

 • Hælsærisplástur, plástur og teygjubindi
 • Verkjalyf
 • Salernispappír, blautþurrkur og litlir plastpokar fyrir notaðan pappír
 • Tannbursti og tannkrem
 • Sápa / sjampó
 • Lítið handklæði / þvottapoki
 • Sólvarnarkrem og varasalvi
 • Eyrnatappar

Mataráhöld / eldunartæki

 • Prímus, eldsneyti og pottur
 • Eldspýtur
 • Diskur og drykkjarmál
 • Hnífapör
 • Hitabrúsi og drykkjarbrúsi
 • Vasahnífur / skæri

Fatnaður

 • Góðir gönguskór
 • Vaðskór / skálaskór
 • Tvö pör mjúkir göngusokkar
 • Húfa, vettlingar og buff um hálsinn
 • Nærbuxur til skiptana
 • Nærföt, ull eða flís
 • Flís- eða ullarpeysa
 • Millilag úr ull eða flís
 • Göngubuxur
 • Stuttbuxur
 • Vind- og vatnsþéttur hlífðarfatnaður
 • Legghlífar

Matur

 • Frostþurrkaður matur
 • Núðlur eða pasta í pokum
 • Haframjöl
 • Smurt brauð og flatkökur
 • Hrökkbrauð og kex
 • Þurrkaðir ávextir, súkkulaði og hnetur
 • Kakó, te og/eða kaffi
 • Súpur
 • Krydd, t.d. salt og pipar