Ferð:  Í fótspor Konrads Maurers 

Suðurland
 Í fótspor Konrads Maurers 
um Suðurland
Ert þú félagsmaður í FÍ Nei
Lýsing

Í þessari ferð er haldið í fótspor Maurers um Suðurland. Byrjað er á því að fara um Fljótshlíð og kirkjurnar á Breiðabólsstað, Hlíðarenda og fleiri stöðum skoðaðar. Eftir hádegisverð er fylgt í fótspor Maurers um Þjórsárdal með viðkomu í Þjóðveldisbænum og á Stöng. Haldið er upp með Þjórsá að Sultartanga en þannig lá þjóðleiðin sem Maurer fylgdi áleiðis norður Sprengisand. Frá Sultartanga er svo haldið aftur til Reykjavíkur en stoppað verður í eftirmiðdagskaffi á heimleiðinni.

Brottför/Mæting
Kl. 8 með rútu frá skrifstofu FÍ, Mörkinni 6.
Fararstjórn

Sigurjón Pétursson og Jóhann J. Ólafsson.

Innifalið
Rúta, hádegisverður, eftirmiðdagskaffi, veglegur ferðabæklingur og fararstjórn.

Eftirfarandi árbók fjallar um svæðið og hana er hægt að kaupa í vefverslun okkar.