- Lýsing
Ferðafélag Íslands heldur námskeið fyrir byrjendur þar sem kennd verða undirstöðuatriði í notkun brodda og ísaxa til fjalla. Við æfum göngu á broddum og kennum ísaxarbremsu. Námskeiðið skiptist í bóklegan og verklegan hluta og æskilegt er að þáttakendur hafi lokið bóklega hlutanum áður en að verklegum æfingum kemur.
Námskeiðið veitir grunn í notkun öryggsbúnaðar í vetrar- og jöklaferðum.
Bókleg kennsla fer fram á ZOOM. Þriðjudaginn 23. mars, kl. 18. Kennslan tekur um 1,5 klst, er öllum opin.
Verklegi hlutinn verður í Bláfjöllum þann 30. mars frá kl. 18- 21.
Þátttakendur þurfa að mæta með exi, brodda, belti og hjálm í verklega hlutann.
Hámark 20 manns.
- Fararstjórn