Ferð: Laugavegurinn á hlaupum

Hálendið
Laugavegurinn á hlaupum
Hlaupaferð
Ert þú félagsmaður í FÍ Nei
Lýsing

Gönguleiðin um Laugaveginn, á milli Landmannalauga og Þórsmerkur, er ein vinsælasta gönguleið landsins og af mörgum talin ein sú fallegasta í heimi. 

Í þessari ferð gefst fólki kostur á að fara þessa 54 kílómetra á tveimur dögum í stað fjögurra

Brottför/Mæting
kl. 08 með rútu frá skrifstofu FÍ, Mörkinni 6
Fararstjórn

Kjartan Long og Kolbrún Björnsdóttir  

Innifalið
Rúta, gisting, trúss og fararstjórn

Leiðarlýsing

1.d., föstudagur. Brottför stundvíslega kl. 8:00. Eftir góðan morgunverð á leiðinni í Landmannalaugar er hlaupið af stað úr Landmannalaugum um hádegisbil.. Létt snarl í Hrafntinnuskeri og haldið áfram í Hvanngil þar sem er gist. 24 km.

2.d., laugardagur. Hlaupið af stað að morgni, létt snarl í Emstrum og svo haldið áfram í Langadal í Þórsmörk þar sem verður kveikt upp í grillinu og gist. 30 km.

3.d., sunnudagur. Í boði að hlaupa léttan hring, áður en haldið er af stað til Reykjavíkur um hádegi.

Hlaupaferð

Pakkað fyrir hlaupaferð

Athugið að listinn hér að neðan er ekki tæmandi, heldur aðeins til viðmiðunar. Endanlegur búnaður fer eftir persónulegum þörfum, lengd ferðar og hvort sofið er í skála eða tjaldi. Ef gengið er á milli skála, þá má í flestum skálum Ferðafélags Íslands finna eldunaraðstöðu og matarílát auk salernis/kamars með klósettpappír.

Á hlaupum

 • Góðir hlaupaskór með grófum sóla (útanbrautarskór)
 • Hlaupavesti eða lítill bakpoki
 • Nærföt
 • Hlaupasokkar
 • Þunnur ullarbolur
 • Síðerma hlaupabolur
 • Stuttermabolur
 • Hlaupabuxur síðar/stuttar
 • Húfa, vettlingar og buff um hálsinn
 • Hælsærisplástur, plástur, teygjubindi og verkjalyf
 • Göngu/hlaupastafir ?
 • Vind/regnjakki
 • Sólgleraugu
 • Sólarvörn og varasalvi
 • Salernispappír, blautþurrkur og litlir plastpokar fyrir notaðan pappír
 • Sími
 • Nasl og vatn

Í trússbílinn/Skála

 • Svefnpoki
 • Koddi
 • Eyrnatappar
 • Tannbusti og tannkrem
 • Kósíföt
 • Aukaskór
 • Aukahlaupaföt
 • Nasl
 • Kvölmatur í Hvanngil og Þórsmörk
 • Morgunmatur í Hvanngil og Þórsmörk
 • Drykkir
 • Hleðslubanki fyrir síma