Ferð: Með álfum og huldufólki á Víknaslóðir 

Austurland
Með álfum og huldufólki á Víknaslóðir 
Ferðafélag Barnanna
Ert þú félagsmaður í FÍ Nei
Lýsing

Gengið um slóðir álfa og huldufólks á stórkostlega fallegu svæði með ótrúlegri fjallasýn. Skemmtileg ganga fyrir alla fjölskylduna. Þjóðsögur, leikir, kvöldvökur og frelsi náttúrunnar í lykilhlutverki. Svefnpokagisting í skálum í þrjár nætur og farangur trússaður á milli skála.

Brottför/Mæting
Kl. 9:30 með rútu frá Egilsstaðaflugvelli.
Fararstjórn

Jón Einarsson og Þóra Þráinsdóttir.

Innifalið
Rúta, gisting, trúss og fararstjórn.

Leiðarlýsing

1.d., miðvikud. Ekið með rútu til Borgarfjarðar eystri og gengið þaðan til Breiðuvíkur þar sem dásamlegt er að hvíla lúin bein.

2.d. Úr Breiðuvík er gengið um fallega náttúruparadís, í námunda við Hvítserk og endað í Húsavík.

3.d. Gengið yfir Nesháls og gist í notalegum skála í Loðmundarfirði.

4.d. Gengið upp á Hjálmárdalsheiði og niður í Seyðisfjörð þar sem rútan bíður okkar.

Eftirfarandi árbók fjallar um svæðið og hana er hægt að kaupa í vefverslun okkar.