- Lýsing
Með bókina Náðarstund eftir Hannah Kent í farteskinu er ekið um þær slóðir þar sem Agnes Magnúsdóttir dvaldi, ýmist sem vinnuhjú eða fangi, á meðan hún beið aftöku sinnar.
Við skoðum sögusviðið í Langadal, Vatnsdal, Vesturhópi og á Vatnsnesi. Ferðumst tvær aldir aftur í tímann og setjum okkur í spor þeirra sem lifðu þessa atburði.
Gist í uppbúnum rúmum að Brekkulæk í Miðfirði.
- Brottför/Mæting
- Kl. 9 með rútu frá FÍ
- Fararstjórn
-
Brottför:
Kl: 9 með rútu frá skirfstofu FÍ, Mörkinni 6 - Innifalið
- Rúta, gisting, 2 x morgunmatur, 2 x hádegishressing, 2 x kvöldverður, sund og fararstjórn.
Leiðarlýsing
1.d., föstud. Ekið að Brekkulæk í Miðfirði þar sem hádegishressing bíður hópsins. Ekið um söguslóðir í Langadal og Vatnsdal. Kvöldverður og sögustund að Brekkulæk.
2.d. Ekið að Illugastöðum á Vatnsnesi þar sem Natan Ketilsson bjó. Hluti af smiðju hans stendur þar enn uppi. Hádegishressing á leiðinni. Þaðan ekið í Katadal og að Tjarnarkirkju þar sem jarðneskum leifum Agnesar var komið fyrir. Einnig stoppað við kirkjuna á Breiðabólstað og hjá Stóru-Borg í Vesturhópi. Sund á Hvammstanga. Kvöldverður og kvöldvaka að Brekkulæk.
3.d. Ekinn hringur um Miðfjörð og komið við á Efra-Núpi í Núpsdal þar sem leiði Skáld-Rósu er. Einnig komið við á Bjargi. Á leiðinni til Reykjavíkur er komið við í Landnámssetrinu í Borgarnesi.