Ferð: Núpsstaðaskógar 

Suðurland
Núpsstaðaskógar 
Ert þú félagsmaður í FÍ Nei
Lýsing

Núpsstaðarskógar og umhverfi Núpsár og Eystrafjalls er mjög áhugavert og sérstakt. Gljúfrið og dalurinn sem Núpsá rennur fram milli Eystrafjalls og Bjarnarins hefur að geyma margar náttúruperlur. Einnig eru Súlutindur og tindarnir við Skeiðarárjökul skoðunarverðir.

Gist í tjöldum.

Brottför/Mæting
Kl. 21 á jeppum frá Skaftárskála á Kirkjubæjarklaustri.
Fararstjórn

Örvar Aðalsteinsson.

Innifalið
Aðstöðugjald og fararstjórn.

Leiðarlýsing

1.d., föstud. Ekið í Núpsstaðarskóga þar sem tjaldbúðir eru reistar.

2.d. Gengið inn með skógum og farið upp Klifið á keðju og þaðan upp með Núpsárgljúfri. 14km, hækkun 300 m.

3.d. Gengið á Eystrafjall og haldið að fjallsbrúninni við Súlutinda. 12 km, hækkun 400 m.

Eftirfarandi árbók fjallar um svæðið og hana er hægt að kaupa í vefverslun okkar.