Ferð: Reykjafell í Mosfellsbæ

Suðvesturland
Reykjafell í Mosfellsbæ
Fjallagarpaverkefni fjölskyldunnar
Ert þú félagsmaður í FÍ Nei
Lýsing

Önnur fjallgangan af fjórum í Fjallagarpaverkefni fjölskyldunnar. Gangan á Reykjafell í Mosfellsbæ er stutt og skemmtileg og hentar öllum fjölskyldumeðlimum.
Þessi leið er kjörin til að byggja upp göngugleði fjölskyldunnar fyrir ævintýri sumarsins. Af Reykjafelli er fallegt útsýni til allra átta.Allir að muna að koma með gott nesti og góða skó. 3-4 klst. 

Fyrir félaga FÍ og fjölskyldur þeirra. Ekkert að panta, bara mæta! 

Brottför/Mæting
Kl. 16:30 á einkabílum frá N1 í Mosfellsbæ. Nánari staðsetning auglýst síðar á Fésbók og heimasíðu FÍ. 

Fjallagarpaverkefni fjölskyldunnar