Ferð: Stríðsminjar í Öskjuhlíð

Suðvesturland
Stríðsminjar í Öskjuhlíð
Ferðafélag barnanna
Ert þú félagsmaður í FÍ Nei
Lýsing

Ferðafélag barnanna kannar leynileg neðanjarðarhús, skotbyrgi, furðuleg listaverk, gull og glópagull, kanínur, tankar og trjákofar. 

Allt þetta er fátt eitt af því sem gerir Öskjuhlíðina að undraheimi sem ótrúlega gaman er að rannsaka. Í hlíðinni er líka vísir að skógi með miklu fuglalífi. 

Stefán Pálsson, sagnfræðingur og stundakennari við Háskóla Íslands leiðir göngufólk um Öskjuhlíðina og veitir innsýn í sögu svæðisins. 

Hluti af samstarfsverkefni Ferðafélags Íslands og Háskóla Íslands: Með fróðleik í fararnesti.

Þátttaka er ókeypis og allir velkomnir. Ekkert að panta, bara mæta.

Brottför/Mæting
Kl. 11 frá Perlunni

Pakkað fyrir dagsferð

Dagsferðir eru mismunandi og geta tekið frá örfáum klukkustundum upp í hálfan sólarhring.  Listinn hér að neðan er því ekki tæmandi, heldur aðeins til viðmiðunar. Endanlegur búnaður fer eftir persónulegum þörfum, lengd ferðar, veðri og árstíma.

Göngufatnaður

 • Góðir gönguskór og mjúkir göngusokkar
 • Nærföt, ull eða flís, eftir veðri
 • Peysa úr ull eða flís
 • Göngubuxur / stuttbuxur

Í dagpokanum

 • Bakpokahlíf / plastpoki inni í bakpokanum
 • Áttaviti, landakort og GPS tæki
 • Smurt nesti fyrir daginn
 • Göngunasl svo sem þurrkaðir ávextir, súkkulaði og hnetur
 • Vatnsbrúsi
 • Hitabrúsi með kakói, tei eða kaffi
 • Göngustafir
 • Myndavél og kíkir
 • Sólgleraugu / skíðagleraugu
 • Sólarvörn og varasalvi
 • Hælsærisplástur, plástur, teygjubindi og verkjalyf
 • Salernispappír, blautþurrkur og litlir plastpokar fyrir notaðan pappír
 • Húfa, vettlingar og buff um hálsinn
 • Vind- og vatnsþéttur hlífðarfatnaður
 • Legghlífar, vaðskór og broddar, ef þurfa þykir