Ferð: Upplifðu Þórsmörkina

Suðurland
Upplifðu Þórsmörkina
Eldri og heldri ferð
Ert þú félagsmaður í FÍ Nei
Lýsing

Hversu langt er síðan þú komst inn í Þórsmörk og upplifðir töfra svæðisins? Þessi ferð er sérstaklega hugsuð fyrir eldri og heldri borgara en allir eru velkomnir. Við heimsækjum Þórsmörk og kynnumst þeim þremur ferðamannasvæðum sem þar eru. Byrjað er á að skoða uppbygginguna í Húsadal þar sem snæddur er hádegisverður. Að því búnu er Langidalur heimsóttur og loks er svæðið í Básum kannað, áður en haldið er heim á leið. Létt ganga á milli svæðanna fyrir þá sem vilja. Harmonikka er með í för og sungið og sagðar sögur; sumar nýjar en aðrar gamlar; sumar sannar en aðrar ekki alveg. Aðalatriðið er að eiga góða og skemmtilega stund saman í Mörkinni.

Brottför/Mæting
Kl. 8:30 með rútu frá skrifstofu FÍ, Mörkinni 6.
Fararstjórn

Pétur Magnússon, Ingimar Einarsson og Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttir

Innifalið
Rúta, hádegismatur, kaffisopi og fararstjórn.

Eftirfarandi árbók fjallar um svæðið og hana er hægt að kaupa í vefverslun okkar.