Ferð: Þyrill

Suðvesturland
Þyrill
Fjallagarpaverkefni fjölskyldunnar
Ert þú félagsmaður í FÍ Nei
Lýsing

Þriðja gangan af sex í Fjallagarpaverkefni fjölskyldunnar. Gangan á Þyril er alvöru ganga fyrir duglega krakka í stórbrotnu umhverfi. Fjölbreytt gönguleið sem bíður uppá stórkostlegt útsýni yfirHvalfjörð og fjallahringinn þar í kring.Þau sem ganga á öll fjöllin fá viðurkenningaskjal og titilinn Fjallagarpur Ferðafélags barnanna.

Muna eftir nesti og góðum skóm. 4-5 klst. með akstri.

Brottför/Mæting
Kl. 11:00 á einkabílum frá N1 í Mosfellsbæ.
Fararstjórn

Hrönn Vilhjálmsdóttir og Hörður Ingþór Harðarson.

Fjallagarpaverkefni fjölskyldunnar

 

   Fyrir félaga FÍ og fjölskyldur þeirra. Ekkert að panta, bara mæta!

Pakkað fyrir dagsferð

Dagsferðir eru mismunandi og geta tekið frá örfáum klukkustundum upp í hálfan sólarhring.  Listinn hér að neðan er því ekki tæmandi, heldur aðeins til viðmiðunar. Endanlegur búnaður fer eftir persónulegum þörfum, lengd ferðar, veðri og árstíma.

Göngufatnaður

  • Góðir gönguskór og mjúkir göngusokkar
  • Nærföt, ull eða flís, eftir veðri
  • Peysa úr ull eða flís
  • Göngubuxur / stuttbuxur

Í dagpokanum

  • Bakpokahlíf / plastpoki inni í bakpokanum
  • Áttaviti, landakort og GPS tæki
  • Smurt nesti fyrir daginn
  • Göngunasl svo sem þurrkaðir ávextir, súkkulaði og hnetur
  • Vatnsbrúsi
  • Hitabrúsi með kakói, tei eða kaffi
  • Göngustafir
  • Myndavél og kíkir
  • Sólgleraugu / skíðagleraugu
  • Sólarvörn og varasalvi
  • Hælsærisplástur, plástur, teygjubindi og verkjalyf
  • Salernispappír, blautþurrkur og litlir plastpokar fyrir notaðan pappír
  • Húfa, vettlingar og buff um hálsinn
  • Vind- og vatnsþéttur hlífðarfatnaður
  • Legghlífar, vaðskór og broddar, ef þurfa þykir