- Lýsing
Ferðafélag barnanna heldur á slóðir víkinga á ströndum þar sem ævintýrin bíða.Við skoðum gróðurinn, föndrum, tendrum bál og bökum brauð í fjörunni. Við förum einnig í léttar gönguferðir, skoðum gamla síldarverksmiðju og tökum nokkur sundtök í hinni ævintýralegu Krossneslaug þar sem líka er hægt að sitja og horfa á seli og ísjaka ef við erum heppin. Kannski lendum við í bardaga við víkinga eða rekumst á ófrýnilega fjallbúa. Á kvöldin er farið yfir viðburði dagsins, rýnt í brandarabækur og listrænir hæfileikar þátttakenda dregnir fram með söng- og leiklist. Ein aðalreglan er að njóta og skemmta sér.
Mæting: Kl. 15 sunnudaginn 11. júlí á einkabílum að Valgeirsstöðum í Norðurfirði.
- Fararstjórn
Steinunn Leifsdóttir og Jóhann Aron Traustason
- Innifalið
- Innifalið: Gisting, grill og fararstjórn.
Leiðarlýsing
1.d., sunnud. Komið að Valgeirsstöðum um kl. 15. Allir koma sér fyrir og heilsa nýjum ferðafélögum. Sundferð í Krossneslaug og kósý um kvöldið
2.d. Gönguferð á Krossnesfjall þar sem útsýnið er stórkostlegt, sundferð í Krossneslaug, matur og kvöldvaka.
3.d. Bíltúr í Ingólfsfjörð þar sem við skoðum gamla og draugalega síldarverksmiðju. Í fjörunni förum við í leiki og keppum í þrautum um vegleg verðlaun. Seinni partinn tendrum við bál og bökum brauð í fjörunni við Valgeirsstaði. Deginum líkur með grilli og kvöldvöku
4.d. Eftir frágang og brottför verður ekið að Reykjaneshyrnu og gengið þar upp. Svo allir komi hreinir heim stoppum við við sundlaugina í Bjarnafirði. Kveðjustund.