Ferð: Árbókarganga: Gamli Þingvallavegurinn

Suðvesturland
Árbókarganga: Gamli Þingvallavegurinn
Á slóðum Árbókar FÍ 2019
Ert þú félagsmaður í FÍ Nei
Lýsing

Gamli Þingvallavegurinn, sem upphaflega var reyndar nefndur Nýi Þingvallavegurinn, var lagður seint á 19. öld yfir endilanga Mosfellsheiði, frá Geithálsi og austur að Almannagjá.

Þessi vegur var geysimikið mannvirki á sinni tíð og markaði tímamót í samgöngusögu heiðarinnar. Eftir að önnur þjóðbraut var lögð yfir norðanverða heiðina til Þingvalla um 1930 var þessi leið aflögð.

Ekið í rútu í Djúpadal og gengið þaðan yfir heiðina, alla leið í Vilborgarkeldu þar sem rútan bíður göngumanna. Á leiðinni verður áð við rústir sæluhúss sem var hlaðið úr tilhöggnu grágrýti en má nú muna fífil sinn fegurri. Hér fer enginn villur vegar, leiðin er greið og um 100 vörður á leiðinni.

21 km. 8-10 klst.

Fararstjórn

Margrét Sveinbjörnsdóttir, Bjarki Bjarnason og Jón Svanþórsson.

Innifalið
Rúta og fararstjórn.

Pakkað fyrir dagsferð

Dagsferðir eru mismunandi og geta tekið frá örfáum klukkustundum upp í hálfan sólarhring.  Listinn hér að neðan er því ekki tæmandi, heldur aðeins til viðmiðunar. Endanlegur búnaður fer eftir persónulegum þörfum, lengd ferðar, veðri og árstíma.

Göngufatnaður

 • Góðir gönguskór og mjúkir göngusokkar
 • Nærföt, ull eða flís, eftir veðri
 • Peysa úr ull eða flís
 • Göngubuxur / stuttbuxur

Í dagpokanum

 • Bakpokahlíf / plastpoki inni í bakpokanum
 • Áttaviti, landakort og GPS tæki
 • Smurt nesti fyrir daginn
 • Göngunasl svo sem þurrkaðir ávextir, súkkulaði og hnetur
 • Vatnsbrúsi
 • Hitabrúsi með kakói, tei eða kaffi
 • Göngustafir
 • Myndavél og kíkir
 • Sólgleraugu / skíðagleraugu
 • Sólarvörn og varasalvi
 • Hælsærisplástur, plástur, teygjubindi og verkjalyf
 • Salernispappír, blautþurrkur og litlir plastpokar fyrir notaðan pappír
 • Húfa, vettlingar og buff um hálsinn
 • Vind- og vatnsþéttur hlífðarfatnaður
 • Legghlífar, vaðskór og broddar, ef þurfa þykir