Ferð: Barnavagnavika

Suðvesturland
Barnavagnavika
Ferðafélag barnanna
Ert þú félagsmaður í FÍ Nei
Lýsing

Árleg barnavagnavika Ferðafélags barnanna fer fram vikuna 13.-17. maí. 

Gönguferðir á með barnavagna og kerrur um alla Reykjavík. Hressileg ganga fyrir mömmur og pabba, afa og ömmur með léttum æfingum, teygjum og slökun. Þægilegur og rólegur gönguhraði og skemmtileg samverustund.

Gengið er alla daga vikunnar og hver gönguferð tekur 60-90 mínútur.

Göngurnar hefjast kl. 11 á eftirfarandi stöðum:

 • Mánudagur, 13. maí: Húsdýragarðurinn í Laugardal.
 • Þriðjudagur, 14. maí: Árbæjarlaug.
 • Miðvikudagur, 15. maí: Sundlaug Seltjarnarness.
 • Fimmtudagur, 16. maí: Perlan.
 • Föstudagur, 17. maí: Vesturbæjarlaug.


Fyrir félagsmenn FÍ og fjölskyldur þeirra. Ekkert að panta, bara mæta!

Fararstjórn

Lína Móey Bjarnadóttir.

Pakkað fyrir dagsferð

Dagsferðir eru mismunandi og geta tekið frá örfáum klukkustundum upp í hálfan sólarhring.  Listinn hér að neðan er því ekki tæmandi, heldur aðeins til viðmiðunar. Endanlegur búnaður fer eftir persónulegum þörfum, lengd ferðar, veðri og árstíma.

Göngufatnaður

 • Góðir gönguskór og mjúkir göngusokkar
 • Nærföt, ull eða flís, eftir veðri
 • Peysa úr ull eða flís
 • Göngubuxur / stuttbuxur

Í dagpokanum

 • Bakpokahlíf / plastpoki inni í bakpokanum
 • Áttaviti, landakort og GPS tæki
 • Smurt nesti fyrir daginn
 • Göngunasl svo sem þurrkaðir ávextir, súkkulaði og hnetur
 • Vatnsbrúsi
 • Hitabrúsi með kakói, tei eða kaffi
 • Göngustafir
 • Myndavél og kíkir
 • Sólgleraugu / skíðagleraugu
 • Sólarvörn og varasalvi
 • Hælsærisplástur, plástur, teygjubindi og verkjalyf
 • Salernispappír, blautþurrkur og litlir plastpokar fyrir notaðan pappír
 • Húfa, vettlingar og buff um hálsinn
 • Vind- og vatnsþéttur hlífðarfatnaður
 • Legghlífar, vaðskór og broddar, ef þurfa þykir