Ferð: Borgarganga og menningarminjar

Suðvesturland
Borgarganga og menningarminjar
Söguganga í tilefni af Evrópska menningarminjadeginum
Ert þú félagsmaður í FÍ Nei
Lýsing

Samstarfsverkefni Ferðafélags Íslands og Minjastofnunar Íslands í tilefni af Evrópska menningarminjadeginum.

Dagurinn er haldinn ár hvert um alla Evrópu allt frá Aserbaídsjan í austri og vestur til Íslands. Markmiðið er að vekja athygli og áhuga á ríkri og fjölbreyttri menningu þeirra samfélaga sem byggja álfuna.

Í tilefni dagsins verður boðið upp á sögugöngu á höfuðborgarsvæðinu þar sem staðir í okkar nærumhverfi verða kannaðir.

Þátttaka er ókeypis og allir velkomnir.