Ferð: Esjan með John Snorra

Suðvesturland
Esjan með John Snorra
Fjallagarpaverkefni fjölskyldunnar 6 af 6
Ert þú félagsmaður í FÍ Nei
Lýsing

Sjötta og síðasta fjallgangan af sex í Fjallagarpaverkefni fjölskyldunnar. Þeir garpar sem ganga á öll fjöllin fá viðurkenningarskjal og titilinn Fjallagarpur Ferðafélags barnanna. Það má líka ganga bara á eitt fjall!

John Snorri gengur með okkur á síðasta fjallið í Fjallagarpaverkefni fjölskyldunnar.

Hann hefur gengið á mörg fjöll, meðal annars K2 sem þykir eitt af hættulegustu fjöllum veraldar. Þrátt fyrir að Esjan okkar sé ekki jafn hættuleg og K2 er hún samt alvöru fjall og getur verið stór og mikil fyrir unga fætur. Það verður þó leikur einn að ganga á Esjuna með John Snorra.

Við hittumst við Esjurætur með gott göngunesti og brúsa undir vatn sem við fyllum á í alvöru fjallalækjum. Kannski getum við tínt í okkur ber og hugsanlega sést glitta í jólasveinana enda nálgast jólin óðfluga!

Fyrir félagsmenn FÍ og fjölskyldur þeirra. Ekkert að panta, bara mæta!


Dagskrá verkefnisins

Smellið á nöfn fjallanna fyrir nánari upplýsingar um hverja göngu.

 1. Úlfarsfell. 9. maí.
 2. Helgafell í Hafnarfirði með John Snorra. 23. maí.
 3. Helgafell í Mosfellsbæ. 2. júní.
 4. Mosfell 15. ágúst.
 5. Þorbjörn. 5. september.
 6. Esjan með John Snorra. 22. september.

Pakkað fyrir dagsferð

Dagsferðir eru mismunandi og geta tekið frá örfáum klukkustundum upp í hálfan sólarhring.  Listinn hér að neðan er því ekki tæmandi, heldur aðeins til viðmiðunar. Endanlegur búnaður fer eftir persónulegum þörfum, lengd ferðar, veðri og árstíma.

Göngufatnaður

 • Góðir gönguskór og mjúkir göngusokkar
 • Nærföt, ull eða flís, eftir veðri
 • Peysa úr ull eða flís
 • Göngubuxur / stuttbuxur

Í dagpokanum

 • Bakpokahlíf / plastpoki inni í bakpokanum
 • Áttaviti, landakort og GPS tæki
 • Smurt nesti fyrir daginn
 • Göngunasl svo sem þurrkaðir ávextir, súkkulaði og hnetur
 • Vatnsbrúsi
 • Hitabrúsi með kakói, tei eða kaffi
 • Göngustafir
 • Myndavél og kíkir
 • Sólgleraugu / skíðagleraugu
 • Sólarvörn og varasalvi
 • Hælsærisplástur, plástur, teygjubindi og verkjalyf
 • Salernispappír, blautþurrkur og litlir plastpokar fyrir notaðan pappír
 • Húfa, vettlingar og buff um hálsinn
 • Vind- og vatnsþéttur hlífðarfatnaður
 • Legghlífar, vaðskór og broddar, ef þurfa þykir