Fjallaverkefnið 52 fjöll hóf göngu sína 2010 og var starfrækt í mörg ár. Það verður nú sett af stað aftur með örlítið breyttu sniði. Kvöldgögur hefjast kl 18:15 á upphafsstað göngunnar og dagsferðir kl 9 með örfáum undantekningum sem verða auglýstar þegar þar að kemur.
Verkefnið er öllum opið, jafnt þeim sem áður hafa gengið í fjallaverkefnum Ferðafélags Íslands sem og þeim sem vilja prufa þessa frábæru leið til að hreyfa sig, stunda útivist, njóta náttúrunnar og kynnast skemmtilegum fjallavinum. Mikil áhersla á fræðslu, jarðfræði, sögur af svæðinu og örnefnum gerð skil. Meðal gönguhraði 2km/klst.
Á dagskránni eru 52 fjallgöngur sem skiptast í kvöldgöngur sem farnar eru á mánudögum og dagsferðir sem verða um helgar. Þrjár helgarferðir eru á dagskrá, Þórsmörk, Landmannalaugar og Vestmannaeyjar.
Ferðafélag Íslands áskilur sér rétt til að breyta, fresta eða endurskipuleggja dagskrá fjallaverkefna félagsins vegna sóttvarnarfyrirmæla í tengslum við Covid 19 eða annarra óviðráðanlegra aðstæðna.
Tryggingar: Ferðafélag Íslands tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð. Félagið hvetur fólk til að kaupa ferða- og slysatryggingar fyrir ferðir.