FÍ Ævintýratindar er verkefni hugsað fyrir þá sem eru vanir lengri göngum og/eða hafa lært grunntökin í fjallamennsku og broddanotkun og eru í góðu líkamlegu formi.
Gengið verður tvö virk kvöld í mánuði á spennandi fjöll í kringum höfuðborgarsvæðið. Markmiðið með þessum göngum er fara hratt yfir og ná góðri æfingu. Einn laugardag í mánuði förum við síðan í lengri og meira krefjandi göngu, dagsferð. Fjöllin eru fjölbreytt eins og þau eru mörg og því er líflegt fjallaár fram undan hjá ævintýratindum.
** Jöklabúnaður (broddar, exi, belti og karabína) skylda
Ferðafélag Íslands áskilur sér rétt til að breyta, fresta eða endurskipuleggja dagskrá fjallaverkefna félagsins vegna sóttvarnarfyrirmæla í tengslum við Covid 19 eða annarra óviðráðanlegra aðstæðna.
Tryggingar: Ferðafélag Íslands tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð. Félagið hvetur fólk til að kaupa ferða- og slysatryggingar fyrir ferðir.