Vegna mikillar eftirspurnar hefur verið bætt við öðru verkefni ef næg þátttaka fæst, Fótfrár II.
Verð: 38.800. Árgjald FÍ er innifalið.
Verkefnin FÍ Léttfeti, Fótfrár og Þrautseigur eru systurverkefni. Í Fótfrá er gengið á eitt krefjandi fjall í mánuði.
Verkefnið stendur allt árið, frá janúar til desember. Farið er í 10 dagsferðir og eina helgarferð þannig að alls er gengið á að minnsta kosti 12 fjöll. Gengnir verða um 155 km og samanlögð hækkun verður um 7,5 km.
FÍ Fótfrár er tilvalið verkefni fyrir þá sem hafa einhverja reynslu af fjallgöngum þar sem þessi hópur ræðst til uppgöngu á öllu erfiðari fjöll en FÍ Léttfeti. Þátttakendur þurfa því að vera í nokkuð góðu gönguformi því göngurnar eru heldur hraðari og meira krefjandi en í FÍ Léttfeta.
Umsjónarmenn eru: Hjalti Björnsson og Edith Ólafía Gunnarsdóttir
Skráning í verkefnið er hér að neðan. Veljið fjölda þátttakanda og smellið á græna BÓKA hnappinn.
Þegar þú ert búin að fylla út allar upplýsingar og samþykkja skilmálana smellirðu á bláa GREIÐA hnappinn og þá ertu fluttur yfir á greiðslusíðu Valitors, þar sem hægt er að ganga frá greiðslunni með debet eða kreditkorti.
Síðasti skráningardagur er 4. febrúar.
HVENÆR | HVAÐ | HVAR |
10. jan. | Kynningarfundur | Salur FÍ, Mörkinni 6 |
26. jan. | Laugardagsganga | Haukafjöll og Stardalshnúkur. 9 km / 500 m |
23. feb. | Laugardagsganga | Akrafjall. 13 km / 800 m |
23. mars | Laugardagsganga | Rauðuhnúkafjall - Svartitindur. 16 km / 780 m |
28. apríl | Sunnudagasganga | Hvalfell. 13 km / 800 m |
15. maí | Miðvikudagsganga | Esjan þveruð um Hátind. 12 km / 900 m |
17. júní | Mánudagsganga | Ýmir í Tindfjöllum. 17 km / 800 m |
Sumarfrí | ||
25. ág. | Sunnudagsganga | Hlöðufell. 6 km / 740 m |
22. sept | Sunnudagsganga | Ólafsskarðsvegur. 20 km / 225 m |
5 -6. okt. | Helgarferð | Landmannalaugar. Suðurnámur, Háalda o.fl |
17. nóv. | Sunnudagsganga | Geitahlíð og Eldborg. 6 km / 300 m |
15. des. | Sunnudagsganga | Stóra-Reykjafell. 8 km / 250 m |
Athugið að dagskráin er birt með fyrirvara um breytingar vegna veðurs eða annarra orsaka.
Athugið að búið er að loka fyrir skráningu í verkefnið FÍ Fótfrár I
Umsjónarmenn eru Einar Ragnar Sigurðsson og Höskuldur Björnsson.
HVENÆR | HVAÐ | HVAR |
10. jan. | Kynningarfundur | Salur FÍ, Mörkinni 6 |
19. jan. | Laugardagsganga | Reykjafell og Reykjaborg. 8 km / 330 m |
16. feb. | Laugardagsganga | Akrafjall. 13 km / 800 m |
16. mars | Laugardagsganga | Rauðuhnúkafjall - Svartitindur. 16 km / 780 m |
27. apríl | Laugardagsganga | Hvalfell. 13 km / 800 m |
18. maí | Laugardagsganga | Esjan þveruð um Hátind. 12 km / 900 m |
15. júní | Laugardagsganga | Ýmir í Tindfjöllum. 17 km / 800 m |
Sumarfrí | ||
31. ág. | Laugardagsganga | Hlöðufell. 6 km / 740 m |
27.-29. sept. | Helgarferð | Landmannalaugar. Suðurnámur, Háalda o.fl. |
19. okt. | Laugardagsganga | Ólafsskarðsvegur. 20 km / 225 m |
16. nóv. | Laugardagsganga | Geitahlíð og Eldborg. 6 km / 300 m |
14. des. | Laugardagsganga | Stóra-Reykjafell. 8 km / 250 m |
Athugið að dagskráin er birt með fyrirvara um breytingar vegna veðurs eða annarra orsaka.
Athugasemdir:
Gangan á Reykjafell og Reykjaborg 19. janúar hefst kl. 10:00, við Heilsustofnunina í Reykjalundi.