FÍ Fótfrár

Um verkefnið 2020

Verkefnin FÍ Léttfeti, Fótfrár og Þrautseigur eru systurverkefni. Í Fótfráum er gengið á eitt fjall í mánuði. Fjöllin sem fyrir valinu verða eru miðlungi erfið til krefjandi og almennt er gengið hraðar en í Léttfeta.

Verkefnið stendur allt árið, frá janúar til desember. Farið er í 10 dagsferðir og eina helgarferð þannig að alls eru göngudagar 12 talsins. Gengnir verða um 160 km og samanlögð hækkun er áætluð um 7.900 m.

FÍ Fótfrár er tilvalinn fyrir þá sem hafa einhverja reynslu af fjallgöngum þar sem þessi hópur ræðst til uppgöngu á miðlungi erfið og allt upp í krefjandi fjöll. Þátttakendur þurfa því að vera í nokkuð góðu gönguformi.

Umsjónarmenn eru Einar Ragnar Sigurðsson og Höskuldur Björnsson.

Verð: 43.900 kr. Árgjald FÍ er innifalið. 

Dagskrá FÍ Fótfrás 2020

Hvenær Hvað Hvar
7. jan Kynningarfundur FÍ Salur, Mörkinni 6
25. jan Dagsferð Skálafell á Hellisheiði. 8 km/240 m
22. feb Dagsferð Hestfjallahnúkur í Hreppum. 14 km/500 m
21. mar Dagsferð Hróarstindur. 12 km/800  m
18. apr Dagsferð Esja - Eilífsdalshringur. 17 km/900 m
16. maí Dagsferð Sindri í Tindfjöllum. 15 km/750 m
6. jún Dagsferð Geitlandsjökull og Prestahnúkur. 14 km/740 m
7.-9. ág Helgarferð Nýidalur. Laugakúla og Tungnafellsjökull. 25 km / 1600 m **
19. sept Dagsferð Ljósufjöll, þverun. 16 km/1100 m *
17. okt Dagsferð Jósepsdalshringur. 16 km / 700 m
21. nóv Dagsferð Hátindur og Jórutindur í Grafningi. 7 km/350 m
12. des Dagsferð Helgafell í Mosfellsbæ. 7 km/220 m


* Rúta sem greiðist aukalega
** Skála- eða tjaldgisting sem greiðist aukalega

Athugið að dagskráin er birt með fyrirvara um breytingar vegna veðurs og/eða annarra aðstæðna.

Skráning í FÍ Fótfrá

Skráning í verkefnið er hér að neðan. Veljið fjölda þátttakanda og smellið á græna BÓKA hnappinn.

Þegar þú ert búin að fylla út allar upplýsingar og samþykkja skilmálana smellirðu á bláa GREIÐA hnappinn og þá ertu fluttur yfir á greiðslusíðu Valitors, þar sem hægt er að ganga frá greiðslunni með debet eða kreditkorti.

Hægt er að skipta greiðslunni með Kortaláni frá Valitor. Nánari upplýsingar á skrifstofu FÍ í síma 568 2533.

Loading...