FÍ Fótfrár

Göngudagskrá 2018

Búið er að loka fyrir skráningu í verkefnið 2018

Í þessu fjallaverkefni er gengið á eitt fjall í hverjum mánuði. Verkefnið stendur allt árið, frá janúar til desember og er tilvalið fyrir þá sem hafa einhverja reynslu af fjallgöngum þar sem þessi hópur ræðst til uppgöngu á erfiðari og meira krefjandi fjöll en FÍ Léttfeti. Þátttakendur þurfa því að vera í nokkuð góðu gönguformi.

Alls verður gengið á 12 fjöll, yfirleitt þriðja laugardag í hverjum mánuði út árið. Göngurnar verða heldur hraðari og meira krefjandi og í lok árs verða þátttakendur búnir að ganga 154 kílómetra og hækka sig um 7.394 metra!

Þema ársins eru eldstöðvar og gígar og veður og veðurfyrirbrigði og í göngunum verða fluttir stuttir pistlar í umsjá Einars Ragnars Sigurðsonar jarðfræðings og Einars Sveinbjörnssonar veðurfræðings.

Umsjónarmenn eru Ævar Aðalsteinsson og Örvar Aðalsteinsson.

Verð: 58.700. Árgjald FÍ er innifalið.

Dagskrá vorið 2018

Hvenær Hvar Hæð Nánar
27. janúar Búrfell í Grímsnesi 534 m 434 m hækkun. 7 km ganga. Gígur
17. febrúar Ingólfsfjall  551 m 480 m hækkun. 9 km ganga
17. mars Búrfell í Þingvallasveit 782 m 630 m hækkun. 12 km ganga
21. apríl Tjarnarhnúkur og Hrómundartindar 561 m 300 m hækkun. 8 km ganga. Gígur
19. maí Tröllakirkja í Hítardal 939 m 770 m hækkun. 17 km ganga
16. júní Skriða 901 m 300 m hækkun. 16 km ganga. Gígur
14. júlí Eiríksjökull 1400 m 1400 m hækkun. 25 km ganga
25. ágúst Snækollur og Fannborg í Kerlingarfj. 1488 m 800 m hækkun. 8 km ganga
15. september Skessuhorn 963 m 900 m hækkun. 14 km ganga
20. október Ölver / Blákollur 716 m 720 m hækkun. 12 km ganga
17. nóvember Kistufell í Brennisteinsfjöllum 602 m 420 m hækkun. 18 km ganga. Gígur
8. desember Helgafell við Hafnarfjörð 340 m 240 m hækkun. 8 km ganga