FÍ Göngur og gaman

FÍ Göngur og gaman

Göngur og gaman er fjallaverkefni fyrir útivistarfólk sem vill ganga og hafa gaman af. Verkefnið er í maí og júní og er megináhersla á gönguleiðir á Esjunni og gengið alls á 20 tinda. Gengið er annað hvert þriðjudagskvöld og annan hvern laugardag eða sunnudag. Á þriðjudagskvöldum verða styttri gönguleiðir á Esjunni fyrir valinu en um helgar verða gönguleiðirnar lengri. Verkefnið er fyrir alla sem vilja hafa gaman á fjöllum og eru í meðalgóðu gönguformi. Þátttakendur verða að hafa einhverja reynslu af fjallgöngum til þess að taka þátt í þessu verkefni. Við ætlum að enda fjallaverkefnið á vinsælli ferð sem byrjar á göngu upp Móskarðahnúka og yfir í Kjós þar sem við endum í Kaffihlaðborði hjá Kaffi Kjós.

Umsjón: Edith Gunnarsdóttir og Örlygur Steinn Sigurjónsson

Kynningarfundur: Þriðjudaginn 12. maí kl. 20:00 í sal FÍ Mörkinni 6

Verð: 29.900 kr. Árgjald FÍ er innifalið.

Dagskrá FÍ Göngur og gaman

19. maí Þriðjudagur kl. 18 Arnarhamar og Smáþúfur 7 km

23. maí Laugardagur kl. 09 Sandsfjall, Esjuhorn og Seltindur 13 km

02. júní Þriðjudagur kl. 18 Stardalshnúkur, Þríhnúkar, Haukafjöll og Tröllafoss 7 km

07. júní Sunnudagur kl. 09 Kistufell, Hábunga og Þverfellshorn 16 km

16. júní Þriðjudagur kl.18 Dýjadsalshnúkur og Tindstaðahnúkur 7 km

21. júní Sunnudagur kl. 09 Hátindur, Laufskörð og Móskarðahnúkar 15 km

27. júní Laugardagur kl. 09 Móskarðahnúkar, Trana, Fremrahögg og Kjós 13 km *

30. júní Þriðjudagur kl. 18 Kögunarhóll, Rauðhóll og Fálkaklettur 7 km

 

*Þetta er ferð frá A – B Þá þarf rútu og við endum í Kaffihlaðborði og er þetta greitt sér og innheimt af fararstjóra. Þetta er gert til þess að Kaffi Kjós og rúta standist. Ekki verður hægt að fá þetta gjald endurgreitt eftir 17.06.2020

***Ferðaplön geta breyst eftir veðri og Almannavörnum

UPPSELT -Búið er að loka fyrir skráningu í FÍ Göngur og gaman 2020. Hægt er að skrá sig á BIÐLISTA

 

 
Loading...