FÍ Jóga og göngur

Um verkefnið 2021

Göngur og jóga með Ferðafélagi Íslands, þar sem við ætlum að njóta en ekki þjóta og læra aðferðir til að draga úr streituviðbrögðum og ná slökun.

Markmið gönguhópsins er að hvetja þátttakendur til þess að stunda útivist og njóta í styttri gönguferðum í nágrenni Reykjavíkur. Í gönguferðunum verður fræðsla um fatnað, næringu og öryggi á fjöllum. Einnig verður fræðsla um streitu og hvernig við getum lært aðferðir til þess að draga úr henni og ná slökun. Kenndar verða núvitundar- og öndunaræfingar í kvöldgöngum sem verða á mánudögum. Á fimmtudögum er jóga sem verður í formi léttra jógaæfinga og endar á jóga nidra djúpslökun. Engin krafa er um kunnáttu í jóga og núvitund til þess að vera með. 14 kvöldgöngur og 13 jógatímar.

Kynningarfundur mánudaginn 11. janúar kl. 19:30. 

Hægt er að horfa á kynningarfundinn fyrir verkefnið hér.

Umsjón: Edith Gunnarsdóttir.

Verð: 83.900 árgjald FÍ 2021 innifalið.

Dagskrá FÍ Jóga og göngur vor

Dagsetning Vikudagur Tími Áfangastaður Lengd/hækkun
11.01. Mánudagur 19.30 Kynningarfundur  
01.02. Mánudagur 18:00 Búrfell í Heiðmörk 6 km/150m
04.02. Fimmtudagur 17:15 Jógaflæði og Jóga Nidra djúpslökun  
08.02. Mánudagur 18:00 Hvaleyrarvatn og Stórhöfði 6 km/100m
11.02. Fimmtudagur 17:15 Jógaflæði og Jóga Nidra djúpslökun  
15.02. Mánudagur 18:00 UmhverfisValahnúka í Hafnarfirði 7 km/150m
18.02. Fimmtudagur 17:15 Jógaflæði og Jóga Nidra djúpslökun  
22.02. Mánudagur 18:00 Mosfell 4 km/200
25.02. Fimmtudagur 17:15 Jógaflæði og Jóga Nidra djúpslökun  
01.03. Mánudagur 18:00 Æsustaðafjall 5 km/200m
04.03. Fimmtudagur 17:15 Jógaflæði og Jóga Nidra djúpslökun  
08.03. Mánudagur 18:00 Grímansfell 6 km/300m
11.03. Fimmtudagur 17:15 Jógaflæði og Jóga Nidra djúpslökun  
15.03. Mánudagur 18:00 Blákollur 6 km/300m
18.03. Fimmtudagur 17:15 Jógaflæði og Jóga Nidra djúpslökun  
22.03. Mánudagur 18:00 Sólarhringurinn Vífilsstaðahlíð 8 km/300m
25.03. Fimmtudagur 17:15 Jógaflæði og Jóga Nidra djúpslökun  
29.03. Mánudagur 18:00 Reykjafellog Reykjaborg 8 km/300m
08.04. Fimmtudagur 17:15 Jógaflæði og Jóga Nidra djúpslökun  
12.04. Mánudagur 18:00 Litli Meitill, Þrengslum 5 km/300m
15.04. Fimmtudagur 17:15 Jógaflæði og Jóga Nidra djúpslökun  
19.04. Mánudagur 18:00 Reykjafell Hellisheiði 5 km/200m
26.04. Mánudagur 18:00 Skálafell Hellisheiði 7 km/250m
29.04. Fimmtudagur 17:15 Jógaflæði og Jóga Nidra djúpslökun  
03.05. Mánudagur 18:00 Hjálmur Mosfellsbæ 8 km/300m
06.05. Fimmtudagur 17:15 Jógaflæði og Jóga Nidra djúpslökun  
10.05. Mánudagur 18:00 Húsfell Garðabæ 10 km/200m

 

Ferðafélag Íslands áskilur sér rétt til að breyta, fresta eða endurskipuleggja dagskrá fjallaverkefna félagsins vegna sóttvarnarfyrirmæla í tengslum við Covid 19 eða annarra óviðráðanlegra aðstæðna.

Smelltu á mynd til að bóka