FÍ Landkönnuðir

Verkefnislýsing árið 2019

Athugið að búið er að loka fyrir skráningu í FÍ Landkönnuði 2019.

FÍ Landkönnuðir er áskrift að mánaðarlegum ævintýrum fyrir útskrifaða FÍ Landvætti og alla þá sem hafa sýnt af sér álíka þol og þrjósku. Hópurinn tekst á við margs konar áskoranir og útvíkkar þægindaramma þátttakenda.

Boðið er upp á að minnsta kosti eitt ævintýri í mánuði þar sem markmiðið er að gera skemmtilega hluti úti í náttúrunni, læra eitthvað nýtt, ögra sjálfum sér og nota græjurnar sínar - helst allar í sömu ferðinni :)

Verð: 50.000. Árgjald FÍ er innifalið ásamt þremur 10 þúsund kr. ferðum af dagskrá ársins og vikulegum æfingum með FÍ Landvættum.

Umsjónarmenn eru Brynhildur Ólafsdóttir og Róbert Marshall.

Dagskrá FÍ Landkönnuða árið 2019

HVENÆR HVAÐ HVAR FORKRAFA VERÐ
4. nóv. Fjallahjóladagur Reykjanes   Opið/ókeypis
8. des. Fjallgöngudagur Hafnarfjall / Heiðarhorn   10 þús.
26. jan. Skriðjökladagur Hvítmaga við Sólheimajökul   10 þús.
4. feb. Námskeið: Vetrarferðalög Ris FÍ   Ókeypis
16.-17. feb. Vetrarferðalagahelgi Bláfjöll Námskeið: Vetrarferðalög. 15 þús.
23.-24. mars Gönguskíðaferð* Strandir Námskeið: Vetrarferðalög. 15 þús.
      Vetrarferðalagahelgi  
28. apr. Fjallaskíðadagur Snæfellsnes   10 þús.
29. ap/21. maí/11. júní Námskeið: Klifur** Klifurhúsið og Akrafjall   Greitt sér
22. maí Námskeið: Kajak** Geldinganes   Greitt sér
30.-2. júní Hájöklaferð* Öræfajökulsaskja Námskeið: Vetrarferðalög. 18 þús.
      Vetrarferðalagahelgi  
      Gönguskíðaferð  
28.-30. jún. Hlaupaferð* Strútsstígur / Fjallabak   18 þús.
4.-7. júlí Tindasöfnunarferð* Kjölur   18 þús.
13. júlí Keppnisdagur Laugavegshlaupið   Greitt sér
19.-21. júlí Keppnisferð Vesturgötuþríþrautin   Greitt sér
16.-18. ág. Fjórþrautarfjör* Breiðafjörður / Vestfirðir Námskeið: Kajak 18 þús.
13.-15. sept. Slúttferð* Landmannalaugar   10 þús.
 
*     Hótel-, skála- og / eða tjaldgisting eftir þörfum er greidd sérstaklega.
**   Námskeiðskvöld á afsláttarkjörum. Greitt sérstaklega.
*** Þátttakendur taka annað hvort Laugavegshlaupið eða Vesturgötuþríþrautina (jafnvel hvoru tveggja). Keppnisgjöld greidd sérstaklega.
 
Athugið að dagskráin mun óhjákvæmilega taka mið af veðri og aðstæðum. Dagsetningar breytast ekki en áfangastaðurinn og/eða ferðamátinn getur breyst.

Rúsínan

Síðast en alls ekki síst. Boðið verður upp á klifurgönguferð í ítölsku Dólómítana í lok ágúst eða september. Þar verður gengið, klöngrað og klifið á milli fjallaskála í stórbrotnum fjallasölum. Forkröfur þeirrar ferðar er að þátttakendur hafi tekið Námskeið: Klifur og Klifurdag.

Ferðin er farin í samstarfi við ferðaskrifstofuna Vertu úti og er bókuð og greidd sérstaklega. Verð verður á bilinu 200-250 þúsund. Innifalið: Flug, gisting og matur að mestu leyti.