FÍ Landkönnuðir

Verkefnislýsing 2019

FÍ Landkönnuðir er áskrift að mánaðarlegum ævintýrum fyrir útskrifaða FÍ Landvætti og alla þá sem hafa sýnt af sér álíka þol og þrjósku. Hópurinn tekst á við margs konar áskoranir og útvíkkar þægindaramma þátttakenda. Boðið er upp á að minnsta kosti eitt ævintýri í mánuði þar sem markmiðið er að gera skemmtilega hluti úti í náttúrunni, læra eitthvað nýtt, ögra sjálfum sér og nota græjurnar sínar - helst allar í sömu ferðinni :)

Umsjónarmenn eru Brynhildur Ólafsdóttir og Róbert Marshall.

Verð: 50 þúsund krónur. Innifalið: Árgjald FÍ 2019, þrjár 10 þúsund kr. ferðir af dagskrá hópsins, vikulegar æfingar með FÍ Landvættum, utanumhald og leiðsögn.

Sjá allt um skráningu í verkefnið hér að neðan.

Dagskrá 2019

Athugið að dagskráin mun óhjákvæmilega taka mið af veðri og aðstæðum.
Dagsetningar breytast ekki en áfangastaðurinn og/eða ferðamátinn getur breyst.

Hvenær Hvað Hvar Forkrafa Verð
4. nóv. Fjallahjóladagur Reykjanes   Opið/ókeypis
8. des. Fjallgöngudagur Hafnarfjall / Heiðarhorn   10 þús.
26. jan. Skriðjökladagur Hvítmaga við Sólheimajökul   10 þús.
4. feb. Námskeið: Vetrarfjallamennska Ris FÍ   Ókeypis
16.-17. feb. Vetrarfjallamennskuhelgi Bláfjöll Námskeið: Vetrarfjallam. 15 þús.
23.-24. mars Gönguskíðaferð* Strandir Námskeið: Vetrarfjallam. 15 þús.
      Vetrarfjallamennskuhelgi  
13. apr. Fjallaskíðadagur Snæfellsnes   10 þús.
29. ap/21. maí Námskeið: Klifur** Klifurhúsið   Greitt sér
12./15. maí Námskeið: Kajak** Sundlaug og sjór   Greitt sér
30.-2. júní Hájöklaferð* Öræfajökulsaskja Námskeið: Vetrarfjallam. 18 þús.
      Vetrarfjallamennskuhelgi  
      Gönguskíðaferð  
10. jún. Klifurdagur Stardalur Námskeið: Klifur 10 þús.
28.-30. jún. Hlaupaferð* Strútsstígur / Fjallabak   18 þús.
4.-7. júlí Tindasöfnunarferð* Kjölur   18 þús.
13. júlí Keppnisdagur Laugavegshlaupið   Greitt sér
18.-21. júlí Keppnisferð Vesturgötuþríþrautin   Greitt sér
15.-18. ág. Fjórþrautarfjör* Skagafjörður Námskeið: Kajak 18 þús.
13.-15. sept. Slúttferð* Landmannalaugar   10 þús.
 
* Hótel-, skála- og / eða tjaldgisting eftir þörfum er greidd sérstaklega.
** Námskeiðskvöld á afsláttarkjörum. Greitt sérstaklega.
*** Þátttakendur taka annað hvort Laugavegshlaupið eða Vesturgötuþríþrautina (jafnvel hvoru tveggja). Keppnisgjöld greidd sérstaklega.

Rúsínan

Síðast en alls ekki síst. Boðið verður upp á klifurgönguferð í ítölsku Dólómítana dagana 20.-28. ágúst. Þar verður gengið, klöngrað og klifið á milli fjallaskála í stórbrotnum fjallasölum. Forkröfur þeirrar ferðar er að þátttakendur hafi tekið Námskeið: Klifur og Klifurdag.

Ferðin er farin í samstarfi við ferðaskrifstofuna Vertu úti og er bókuð og greidd sérstaklega. Verð verður á bilinu 200-250 þúsund. Innifalið: Flug, gisting og matur að mestu leyti.

Skráning í FÍ Landkönnuði

Skráning í verkefnið er hér að neðan. Veljið fjölda þátttakanda og smellið á græna BÓKA hnappinn.

Þegar þú ert búin að fylla út allar upplýsingar og samþykkja skilmálana smellirðu á bláa GREIÐA hnappinn og þá ertu fluttur yfir á greiðslusíðu Valitors, þar sem hægt er að ganga frá greiðslunni með debet eða kreditkorti.

Loading...