FÍ Landkönnuðir

Um verkefnið 2020

FÍ Landkönnuðir er áskrift að mánaðarlegum ævintýrum fyrir útskrifaða FÍ Landvætti og alla þá sem hafa sýnt af sér álíka þol og þrjósku. Hópurinn tekst á við margs konar áskoranir og útvíkkar þægindaramma þátttakenda.

Boðið er upp á að minnsta kosti eitt ævintýri í mánuði þar sem markmiðið er að gera skemmtilega hluti úti í náttúrunni, læra eitthvað nýtt, ögra sjálfum sér og nota græjurnar sínar - helst allar í sömu ferðinni.

Umsjón: Brynhildur Ólafsdóttir og Róbert Marshall.

Verð: 58.000 kr. Árgjald FÍ er innifalið ásamt þremur fyrstu ferðum af dagskrá ársins.
Hámarksfjöldi þátttakenda er 50 manns.

Dagskrá FÍ Landkönnuða 2020

Hvenær Hvað Hvar Verð
3. nóv. Fjallahjóladagur Kjölur/Veiðivötn Innifalið
7. des. Fjallgöngudagur Hlöðufell/Heiðarhorn Innifalið
15. des. Skíðagöngudagur Aðventuganga í Henglinum Innifalið
7. jan. Klifurkvöld Klifurhúsið Greitt sér
22. jan /1.-2. feb. Vetrarferðanámskeið Nágrenni Rvíkur 15 þús.
11. feb. Klifurkvöld Klifurhúsið Greitt sér
27. feb. Fjallaskíðanámskeið Bláfjöll Greitt sér
13.-15. mars Skíðagönguferð* Mývatn 18 þús.
17. mars Klifurkvöld Klifurhúsið Greitt sér
24.-26. ap Fjallaskíðaferð°* Eyjafjalla- og Mýrdalsjökull 20 þús.
18. maí Kajakkvöld Geldinganes Greitt sér
28. maí-2. júní Jöklaleiðangur°* Austanverður Vatnajökull 35 þús.
25.-28. jún. Klifurferð. Klettar og ís°* Öræfasveit 20 þús.
10.-12. júlí Fjórþrautarfjör°* Vestfirðir 20 þús.
16.-19. júlí Keppnisferð Vesturgötuþríþrautin Greitt sér
26.-31. júlí Hlaupa/hjólaferð* Víknaslóðir 25 þús.
21.-23. ág. Kajak- og hjólaferð°* Langisjór 25 þús.
12.-13. sept. Slúttferð* Óvissuferð 15-20 þús.
 
°   Forkröfur gerðar 
*   Hótel-, skála- og / eða tjaldgisting eftir þörfum er greidd sérstaklega.
 
Athugið að dagskráin mun óhjákvæmilega taka mið af veðri og aðstæðum. Dagsetningar breytast ekki en áfangastaðurinn og/eða ferðamátinn getur breyst.

Rúsínur

Ferðaskrifstofan Vertu úti býður þátttakendum að auki upp á þrjár ferðir til útlanda. Í byrjun mars verður ferðast á gönguskíðum á milli fjallaskála í Noregi. Um miðjan ágúst verður farið í fjallgöngu-, klifur og jöklaferð til Grænlands og í lok september verður gengið á fjallið Kilimanjaro í Tanzaníu. Allar þrjár ferðirnar eru farnar á vegum og á ábyrgð ferðaskrifstofunnar Vertu úti og eru bókaðar og greiddar sérstaklega.

Skráning

Búið er að loka fyrir skráningu í FÍ Landkönnuði 2020.