- Ferðir
- Skálar
- Gönguleiðir
- Fréttir
- Fróðleikur
- Vefverslun
- Vefverslun
- FÍ
Upplýsingafundur fyrir FÍ Landkönnuði hefur þegar farið fram. Hægt er að skoða upptöku af fundinum á slóðinni hér fyrir neðan:
FÍ LANDKÖNNUÐIR UPPLÝSINGAFUNDUR
FÍ Landkönnuðir er áskrift að mánaðarlegum ævintýrum fyrir útskrifaða FÍ Landvætti og alla þá sem hafa sýnt af sér álíka þol og þrjósku. Hópurinn tekst á við margs konar áskoranir og útvíkkar þægindaramma þátttakenda.
Boðið er upp á að minnsta kosti eitt ævintýri í mánuði þar sem markmiðið er að gera skemmtilega hluti úti í náttúrunni, læra eitthvað nýtt, ögra sjálfum sér og nota græjurnar sínar - helst allar í sömu ferðinni.
Umsjón: Brynhildur Ólafsdóttir og Róbert Marshall.
Verð: 58.000 kr. Árgjald FÍ er innifalið ásamt fjórum ferðum af dagskrá ársins.
Hámarksfjöldi þátttakenda er 50 manns.
Hvenær | Hvað | Hvar | Verð |
24. okt. | Fjallahjóladagur | Hagavatn/Seljadalur | Innifalið |
22. nóv. | Fjallgöngudagur | Hlöðufell/Heiðarhorn | Innifalið |
13. des. | Skíðagöngudagur/Ferðaskíði | Aðventuganga á Hellisheiði | Innifalið |
16. jan. | Jökladagur | Æfingaferð á Sólheimajökul | 12 þús. |
20. jan /6.-7. feb. | Vetraferðanámskeið/Ferðaskíði | Nágrenni Rvíkur | Innifalið |
26. jan | Fjallaskíðanámskeið* | Bláfjöll | Greitt sér |
25.-28. feb. | Dekurskíðaferð/Ferðaskíði | Tröllaskagi | Greitt sér |
20. mars | Fjallaskíðadagur* | Eyjafjallajökull þveraður | Greitt sér |
31. mars-3. apríl | Skíðagönguferð/Ferðaskíði** | Laugavegur | 30 þús. |
23.-25. apríl | Skíðagönguferð/Ferðaskíði** | Langjökull þveraður | 25 þús. |
22.-25. apríl | Fjallaskíðaferð* | Austfjarðaveisla | Greitt sér |
1. maí | Fjallaskíðadagur* | Rótarfellshnúkur | Greitt sér |
7.-9. maí | Fjallaskíðaferð** | Tindfjöll fram og til baka | 20 þús. |
20.-24. maí | Jöklaleiðangur/Ferðaskíði° ** | Austanverður Vatnajökull | 40 þús. |
29. maí | Fjallaskíðadagur* | Botnssúlur | Greitt sér |
14. júní | Kajaknámskeið | Reykjavík | Greitt sér |
23.-27. júní | Hlaupaferð** | Lónsöræfi | 25 þús. |
9.-11. júlí | Kajak- og hjólaferð° ** | Langisjór og Fjallabak | 20 þús. |
16.-18.júlí | Keppnisferð | Vesturgatan/Laugavegurinn | Greitt sér |
6.-8. ágúst | Fjallgönguferð** | Torfajökulssvæðið | 18 þús. |
10. eða 12. ágúst | Surfnámskeið | Nágrenni Rvíkur | Greitt sér |
8.-10. október | Fjölskylduferð** | Þórsmörk | 15 þús. |
Búið er að loka fyrir skráningu í verkefnið.