FÍ Léttfeti

Verkefnislýsing árið 2019

Kynningarfundur: Fimmtudaginn 10. janúar kl. 20 í sal FÍ, Mörkinni 6.
Verð: 38.800. Árgjald FÍ er innifalið.

Skráning

Verkefnin FÍ Léttfeti, Fótfrár og Þrautseigur eru systurverkefni. Í Léttfeta er gengið á eitt fjall í mánuði, að jafnaði fyrsta laugardag hvers mánaðar. Fjöllin sem fyrir valinu verða eru í léttari kantinum.

Verkefnið stendur allt árið, frá janúar til desember. Farið er í 10 dagsferðir og eina helgarferð þannig að alls er gengið á að minnsta kosti 12 fjöll. Gengnir verða um 130 km og samanlögð hækkun verður um 5,5 km.

FÍ Léttfeti er hugsað fyrir þá sem vilja koma sér af stað að nýju eftir hlé sem og alla þá sem vilja koma reglulegum, auðveldum fjallgöngum inn í dagatalið sitt.

Umsjónarmenn eru Einar Ragnar Sigurðsson og Höskuldur Björnsson.

Dagskrá FÍ Léttfeta árið 2019

HVENÆR HVAÐ HVAR
10. jan. Kynningarfundur Salur FÍ, Mörkinni 6
12. jan. Laugardagsganga Húsfell. 10 km / 210 m
2. feb. Laugardagsganga Dragafell í Skorradal. 5 km / 270 m
2. mars Laugardagsganga Keilir. 9 km / 280 m
6. apríl Laugardagsganga Brekkukambur í Hvalfirði 12 km / 800 m
4. maí Laugardagsganga Eldborg og Hestfjall. 13 km / 220 m
1. júní Laugardagsganga Hekla. 14 km / 980 m
Sumarfrí    
16.-18. ág. Helgarferð Skagafjörður. Tindastóll og Mælifellshnúkur
7. sept. Laugardagsganga Þórisdalur. 12 km / 650 m
5. okt. Laugardagsganga Selvogsgata. 14 km / 220 m
2. nóv. Laugardagsganga Arnarfell við Krýsuvík. 11 km / 330 m
7. des. Laugardagsganga Vatnshlíðarhorn við Kleifarvatn. 6 km / 250 m

 

Athugið að dagskráin er birt með fyrirvara um breytingar vegna veðurs eða annarra orsaka.

Skráning í FÍ Léttfeta

Skráning í verkefnið er hér að neðan. Veljið fjölda þátttakanda og smellið á græna BÓKA hnappinn.

Þegar þú ert búin að fylla út allar upplýsingar og samþykkja skilmálana smellirðu á bláa GREIÐA hnappinn og þá ertu fluttur yfir á greiðslusíðu Valitors, þar sem hægt er að ganga frá greiðslunni með debet eða kreditkorti.

Síðasti skráningardagur er 4. febrúar.

Loading...