FÍ Léttfeti

Göngudagskrá 2018

Búið er að loka fyrir skráningu í verkefnið 2018

Í þessu fjallaverkefni gengið á eitt fjall í hverjum mánuði. Verkefnið stendur allt árið, frá janúar til desember og er hugsað fyrir þá sem vilja koma sér af stað að nýju eftir hlé sem og alla þá sem vilja koma reglulegum, auðveldum fjallgöngum inn í dagatalið sitt.

Farið er í 12 fjallgöngur, yfirleitt fyrsta laugardag í hverjum mánuði út árið og fjöllin eru í léttari kantinum. Í lok árs verða þátttakendur búnir að ganga 114 kílómetra og hækka sig um 5.636 metra!

Þema ársins eru eldstöðvar og gígar og veður og veðurfyrirbrigði og í göngunum verða fluttir stuttir pistlar í umsjá Einars Ragnars Sigurðsonar jarðfræðings og Einars Sveinbjörnssonar veðurfræðings.

Umsjónarmenn eru Ævar Aðalsteinsson og Örvar Aðalsteinsson.

Verð: 58.700. Árgjald FÍ er innifalið.

Dagskrá vorið 2018

Hvenær Hvar Hæð Nánar
13. janúar Búrfell og Búrfellsgjá 179 m 100 m hækkun. 7 km ganga. Gígur
3. febrúar Skarðsmýrarfjall 597 m 250 m hækkun. 9 km ganga
3. mars Stóri-Meitill 514 m 350m hækkun. 8 km ganga. Gígur
7. apríl Lágafell við Meyjarsæti 539 m 300 m hækkun. 9 km ganga
5. maí Hengill frá Nesjavallaleið 805 m 450 m hækkun. 10 km ganga
2. júní Snæfellsjökull 1446 m 1346 m hækkun. 12 km ganga.  Gígur
7. júlí Skjaldbreiður 1066 m 600 m hækkun. 10 km ganga. Gígur
18. ágúst Esja Hábunga 914 m 900 m hækkun 10 km ganga
1. september Hraunsnefsöxl í Borgarfirði 354 m 300 m hækkun. 10 km ganga
6. október Skálafell úr Svínaskarði 771 m 670 m hækkun. 12 km ganga
3. nóvember Arnarfell og Miðfell í Þingvallasveit 322 m 300 m hækkun. 10 km ganga
1. desember Ásfjall við Hafnarfjörð 120 m 70 m hækkun. 7 km ganga