- Ferðir
- Skálar
- Gönguleiðir
- Fróðleikur
- Vefverslun
- Vefverslun
- FÍ
Verkefnin FÍ Léttfeti, Fótfrár og Þrautseigur eru systurverkefni. Í Léttfeta er gengið á eitt fjall í mánuði. Fjöllin sem fyrir valinu verða eru í létt til miðlungs erfið og almennt er gengið hægar en í Fótfráum. Hver ganga er kynnt í vikunni fyrir brottför með tölvupósti til þátttakenda og/eða á Facebook síðu hópsins. Þátttakendur sjá sjálfir um að komast að upphafsstað göngu.
Verkefnið stendur allt árið, frá janúar til desember. Farið er í 10 dagsferðir og eina helgarferð þannig að alls eru göngudagar 12 talsins. Gengnir verða skv. áætlun 135 km og með samanlagðri hækkun upp á 6.320 m.
FÍ Léttfeti er hugsaður fyrir alla sem vilja hafa reglubundnar, auðveldar fjallgöngur á dagskrá hjá sér og einnig þá sem eru að koma sér af stað að nýju eftir hlé.
Kynningarfundur þriðjud. 12. janúar.
Verkefnið er fullbókað.
Umsjón: Einar Ragnar Sigurðsson og Höskuldur Björnsson.
Verð: 49.900 kr. Árgjald FÍ er innifalið.
* Rúta sem greiðist aukalega
** Skála- eða tjaldgisting sem greiðist aukalega
Ferðafélag Íslands áskilur sér rétt til að breyta, fresta eða endurskipuleggja dagskrá fjallaverkefna félagsins vegna sóttvarnarfyrirmæla í tengslum við Covid 19 eða annarra óviðráðanlegra aðstæðna.
Tryggingar: Ferðafélag Íslands tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð. Félagið hvetur fólk til að kaupa ferða- og slysatryggingar fyrir ferðir.
Verkefnið er fullbókað.