FÍ Suðurnesjafólk

Um verkefnið 2020

Suðurnesjafólk er gönguhópur í anda „skrefa-hópa“ Ferðafélags Íslands. Gengið er hálfsmánaðarlega um helgar, ýmist á laugardögum eða sunnudögum og flestar göngurnar eru á Reykjanesskaganum. Þá eru einnig viðburðir á miðvikudögum sem standa Þátttakendum opnir. Þar er ýmist um að ræða göngur á Úlfarsfell, kennslu í sjósundi, danskennslu eða hjólreiðar. Hápunktur verkefnisins eru gönguferð á Ok og helgarferð til Vestmannaeyja. Verkefninu lýkur í lok maí. Fyrsta gangan er sunnudaginn 12 janúar.   

Umsjón: Reynir Traustason og Hjálmar Árnason

Verð: 66.000 kr. Árgjald FÍ er innifalið. 

Dagskrá FÍ Suðurnesjafólk 2020

Hvenær Klukkan Hvað Hvar
12. jan 10:00 Ganga Þorbjörn
26. jan 09:00 Ganga Hagafell, Sýlingafell
5. feb 18:00 Dans Í Sal FÍ 
8. feb 09:00 Ganga Geitahlíð, Stóra-Eldborg
12. feb 18:00 Dans Í Sal FÍ
19. feb 18:00 Dans í Sal FÍ
22. feb 09:00 Ganga Sveifluháls. Hattur og Hetta
26.feb 18:00 Dans Í Sal FÍ
4. mar 18:00 Sjósund Sjósund í Nauthólsvík
7. mar 09:00 Ganga Fiskidalsfjall/Húsafel
11. mar 18:00 Sjósund Sjósund í Nauthólsvík.
14. mar 09:00 Ganga Stóra-Kóngsfell. Broddaganga.
18. mar 18:00 Sjósund Sjósund í Nauthólsvík
22. mar 09:00 Ganga Keilir
25. mar 18:00 Sjósund Sjósund í Nauthólsvík
4. april 09:00 Ganga Stóri Hrútur
26. apr 07:00 Ganga Hengill. Kýrdalshryggur. (Sameiginleg ganga)
3. maí 07:00 Ganga Móskarðshnúkar (Sameiginleg ganga)
9. maí  06:00 Ganga Snæfellsjökull.  *
16-18 maí 07:00 Helgarferð  Vestmannaeyjar. Heimaklettur, Eldfell **
30 maí  07:00 Ganga Ok

 

* Rúta sem greiðist aukalega

** Gisting og ferðakostnaður greiðist aukalega

Athugið að dagskráin er birt með fyrirvara um breytingar vegna veðurs og/eða annarra aðstæðna.

Skráning í FÍ Suðurnesjafólk 

Skráning í verkefnið er hér að neðan. Veljið fjölda þátttakanda og smellið á græna BÓKA hnappinn. 

Þegar þú ert búin að fylla út allar upplýsingar og samþykkja skilmálana smellirðu á bláa GREIÐA hnappinn og þá ertu flutt yfir á greiðslusíðu Valitors, þar sem hægt er að ganga frá greiðslunni með debet eða kreditkorti.

Hægt er að skipta greiðslunni með kortaláni frá Valitor. Nánari upplýsingar á skrifstofu FÍ í síma 568 2533.

Loading...