FÍ Svalur á fjöllum

Göngudagskrá 2018

Kynningarfundur: Miðvikudaginn 24. janúar kl. 18 í risi FÍ, Mörkinni 6.
Verð: 57.700. Innifalið er þátttökugjald fyrir einn fullorðinn og einn ungling ásamt á
rgjaldi FÍ.

Athugið að hægt er að skrá fleiri úr sömu fjölskyldu inn í verkefnið og er þátttökugjaldið fyrir maka 32.000 kr. og 18.000 kr. fyrir hvern aukaungling. 

SKRÁNING

Gönguverkefnið FÍ Svalur á fjöllum er fyrir alla foreldra og unglingana þeirra þar sem markmiðið er að skapa gæða samverustundir í góðum gönguferðum úti í náttúrunni. Það er gaman að ganga í hópi með öðrum, spjalla og sprella og deila reynslusögum. Frábær undirbúningur fyrir fjallamennsku og útivist. Fræðsla um búnað og nesti, hvernig á að pakka, ganga með bakpoka, vaða ár og hita súpu uppi á fjalli. Hópurinn gengur saman annan hvern laugardag frá janúar og fram í maí og fer á lág fjöll í nágrenni Reykjavíkur til að byrja með.

Umsjónarmenn verkefnisins eru mæðginin Hanna Gréta Pálsdóttir og Aron Freyr Stefánsson ásamt Írisi Sæmundsdóttur.

Dagskrá vorið 2018

Hvenær Hvert
30. janúar Úlfarsfell. Opin kynningarganga
3. febrúar Helgafell í Hafnarfirði
17. febrúar Reykjafell og Lali
3. mars Vífilsfell
17. mars Skálafell á Mosfellsheiði
31. mars Hengill
14. apríl Þríhyrningur
28. apríl Glymur og Hvalfell
12. maí Fimmvörðuháls. Gist í Þórsmörk
26. maí Esja upp að Steini