FÍ Svalur á fjöllum

Göngudagskrá 2018

Verð: 57.700 kr. Innifalið er þátttökugjald fyrir einn fullorðinn og einn ungling ásamt árgjaldi FÍ.
Athugið að hægt er að skrá fleiri úr sömu fjölskyldu inn í verkefnið og er þátttökugjaldið fyrir maka 32.000 kr. og 18.000 kr. fyrir hvern auka ungling. 

SKRÁNING

Gönguverkefnið FÍ Svalur á fjöllum er fyrir alla foreldra og unglingana þeirra þar sem markmiðið er að skapa gæða samverustundir í góðum gönguferðum úti í náttúrunni. Það er gaman að ganga í hópi með öðrum, spjalla og sprella og deila reynslusögum. Frábær undirbúningur fyrir fjallamennsku og útivist. Fræðsla um búnað og nesti, hvernig á að pakka, ganga með bakpoka, vaða ár og hita súpu uppi á fjalli. Hópurinn gengur saman annan hvern laugardag frá janúar og fram í maí og fer á lág fjöll í nágrenni Reykjavíkur til að byrja með.

Umsjónarmenn verkefnisins eru mæðginin Hanna Gréta Pálsdóttir og Aron Freyr Stefánsson ásamt Írisi Sæmundsdóttur.

Dagskrá vorið 2018

Hvenær Klukkan Hvert
30. janúar 17:30 Úlfarsfell. Opin kynningarganga
3. febrúar 10:00 Helgafell í Hafnarfirði. Opin kynningarganga
17. febrúar 10:00 Reykjafell og Lali
3. mars 10:00 Vífilsfell
17. mars 9:00 Skálafell á Mosfellsheiði
31. mars 9:00 Hengill
14. apríl 8:00 Þríhyrningur
28. apríl 9:00 Glymur og Hvalfell
12. maí 7:00 Fimmvörðuháls. Gist í Þórsmörk
26. maí 10:00 Esja upp að Steini