- Ferðir
- Skálar
- Gönguleiðir
- Fróðleikur
- Vefverslun
- Vefverslun
- FÍ
Nú eru margir á ferðinni upp um hóla og hæðir og því kynnum við þetta gönguverkefni fyrir útivistarfólk sem vill hittast reglulega og stunda skemmtilega og fjölbreytta útivist á besta tíma ársins. Gengið er um áhugaverðar ferðaslóðir og fjöll. Göngurnar eru í næsta nágrenni við höfuðborgarsvæðið þannig að aksturstími er hóflegur.
Kvöldferðir eru á miðvikudögum í hverri viku kl. 18 og ein lengri dagsferð einn laugardag í hverjum mánuði kl. 8. Verkefnið hefst um miðjan maí og endar í október. Tekið er hlé yfir hásumarið.
Opnar kynningargöngur án þátttökugjalds verða miðvikudag 13. maí kvöldferð í Haukafjöll, laugardaginn 16. maí dagsferð á Geitafell og kvöldferð í Seljadal 20. maí.
Verð kr. 56.000 árgjald FÍ 2020 innifalið og 48.100 fyrir félagsmenn FÍ sem þegar hafa greitt árgjald. Mörg stéttarfélög styrkja félagsmenn sína til þátttöku.
Umsjónarmenn eru Örvar Aðalsteinsson og Þóra Björk Hjartardóttir.
Hvenær |
Klukkan |
Hvað |
Hvar |
13. maí | 18:00 | Kvöldferð | Haukafjöll |
16. maí | 08:00 | Dagsferð |
|
20. maí | 18:00 | Kvöldferð | Seljadalur, |
27. maí | 18:00 | Kvöldferð | Kristjánsdalahorn - Þríhnúkar |
3. jún | 18:00 | Kvöldferð | Stóra - Reykjafell við Hveradali |
10. jún | 18:00 | Kvöldferð | Leirvogsá - Grafarfoss |
13. jún | 08:00 | Dagsferð | Vikrafell |
24. jún | 18:00 | Kvöldferð | Marardalur |
SUMARFRÍ | |||
19. ág | 18:00 | Kvöldferð | Stóra - Sauðafell |
22. ág | 08:00 | Dagsferð | Stóri - Hrútur |
26. ág | 18:00 | Kvöldferð | Elliðakot - Selvatn |
2. sept | 18:00 | Kvöldferð | Melahnúkur við Blikdal |
9. sept | 18:00 | Kvöldferð | Kringum Leirvogsvatn |
12. sept | 08:00 | Dagsferð | Botnsúlur Vestursúla |
16. sept | 18:00 | Kvöldferð | Blákollur |
23. sept | 18:00 | Kvöldferð | Stórhöfði vð Hvaleyrarvatn |
30. sept | 18:00 | Kvöldferð | Kjalarnes - Brautarholtsborg |
3. okt | 08:00 | Dagsferð | Hrafnabjörg |
7. okt | 18:00 | Kvöldferð | Úlfarsfell að austan |
Athugið að dagskráin er birt með fyrirvara um breytingar vegna veðurs og/eða annarra aðstæðna.
Skráning í verkefnið er hér að neðan. Veljið fjölda þátttakanda og smellið á græna BÓKA hnappinn.
Þegar þú ert búin að fylla út allar upplýsingar og samþykkja skilmálana smellirðu á bláa GREIÐA hnappinn og þá ertu fluttur yfir á greiðslusíðu Valitors, þar sem hægt er að ganga frá greiðslunni með debet eða kreditkorti.
Hægt er að skipta greiðslunni með Kortaláni frá Valitor. Nánari upplýsingar á skrifstofu FÍ í síma 568 2533.