FÍ Útideildin

Verkefnislýsing árið 2019

Kynningarfundur: Miðvikudaginn 27. mars kl. 20 í risi FÍ, Mörkinni 6.
Verð: 55.800
. Árgjald FÍ er innifalið.

Skráning

Þetta er verkefni fyrir útivistarfólk í meðalgóðu gönguformi sem vill hittast reglulega og stunda skemmtilega og fjölbreytta útivist á besta tíma ársins. Verkefnið hefst í apríl og endar í október.

Megináhersla er á hefðbundnar göngur og ferðir um áhugaverðar ferðaslóðir og fjöll. Til að auka fjölbreytni er einnig farið í léttar ferðir á ferða- eða fjallahjólum og veitt leiðsögn og farið í æfingar í skíðagöngu í spori. Þátttakendur koma á eigin bílum.

Dagskrá FÍ Útideildarinnar árið 2019

HVENÆR

KL.

HVAÐ

HVAR

27. mars 20:00 Kynningarkvöld FÍ risið, Mörkinni 6, Reykjavík
3. apríl 18:00 Kvöldferð Búhamrar / Langikambur, Esju
6. apríl 8:00 Dagsferð Fjöll og dalir í Grafningi
10. apríl 18:00 Kvöldferð Gönguskíði Bláfjöll
24. apríl 18:00 Kvöldferð Búrfell / Seljadalur, Mosfellsbæ
1. maí 18:00 Kvöldferð Gönguskíði Bláfjöll
8. maí 18:00 Kvöldferð Undirhlíðar / Gullkistugjá
11. maí 8:00 Dagsferð Hafnarfjall / Hróarstindur
15. maí 18:00 Kvöldferð Hjólaferð frá FÍ, Mörkinni 6, Reykjavík
22. maí 18:00 Kvöldferð Hjallar, Heiðmörk
29. maí 18:00 Kvöldferð Lyklafell
1. júní 8:00 Dagsferð Hjólaferð frá Kaldárseli, Heiðmörk
5. júní 18:00 Kvöldferð Stardalshnúkur / Stiftamt / Tröllafoss
12. júní 18:00 Kvöldferð Bjarnarvatn / Reykjaborg, Mosfellsbæ
29.-30. júní   Helgarferð Eiríksjökull*
Sumarfrí      
21. ágúst 18:00 Kvöldferð Selfjall / Sandfell
24. ágúst 08:00 Dagsferð Hlöðufell
28. ágúst 18:00 Kvöldferð Vatnshlíðarhorn
4. sept. 18:00 Kvöldferð Stóra og Litla Sauðafell
11. sept. 18:00 Kvöldferð Vífilsfellshlíð / Rauðuhnúkar
14. sept. 8:00 Dagsferð Prestahnúkur við Kaldadal
18. sept. 18:00 Kvöldferð Bringur / Grímannsfell / Helgufoss
25. sept. 18:00 Kvöldferð Hjólaferð frá FÍ, Mörkinni 6, Reykjavík
2. okt. 18:00 Kvöldferð Undirhlíðar Esju ofan Mógilsár
5. okt. 8:00 Dagsferð Hringur á brúnum ofan Jósepsdals
9. okt. 18:00 Kvöldferð Kerlingarskarð / Lágafellshamrar, Úlfarsfell

 

* Valkvætt og greitt sérstaklega.

Athugið að dagskráin er birt með fyrirvara um breytingar vegna veðurs eða annarra orsaka.

Skráning í FÍ Útideildina

Skráning í verkefnið er hér að neðan. Veljið fjölda þátttakanda og smellið á græna BÓKA hnappinn.

Þegar þú ert búin að fylla út allar upplýsingar og samþykkja skilmálana smellirðu á bláa GREIÐA hnappinn og þá ertu fluttur yfir á greiðslusíðu Valitors, þar sem hægt er að ganga frá greiðslunni með debet eða kreditkorti.

Síðasti skráningardagur er 30. apríl.

Umsjónarmenn eru Örvar Aðalsteinsson og Þóra Björk Hjartardóttir.

Loading...