FÍ Útideildin

Um verkefnið 2020

ATHUGIÐ, ÚTIDEILDINNI HEFUR VERIÐ FRESTAÐ UM ÓÁKVEÐINN TÍMA.  VIÐ KYNNUM VERKEFNIÐ ÞEGAR ÞAÐ VERÐUR SETT AFTUR Á DAGSKRÁ.

Þetta er verkefni fyrir útivistarfólk í meðalgóðu gönguformi sem vill hittast reglulega og stunda skemmtilega og fjölbreytta útivist á besta tíma ársins. Verkefnið hefst í lok mars og endar í október.

Megináhersla er á hefðbundnar göngur og ferðir um áhugaverðar ferðaslóðir og fjöll. Til að auka fjölbreytni er einnig farið í léttar ferðir á ferða- eða fjallahjólum. Þátttakendur koma á eigin bílum.

Umsjónarmenn eru Örvar Aðalsteinsson og Þóra Björk Hjartardóttir.

Verð: 75.900 kr. Árgjald FÍ er innifalið. Skráning.

Dagskrá FÍ Útideildarinnar 2020

Hvenær

Klukkan

Hvað

Hvar

25. mar 20:00 Kynningarkvöld FÍ risið, Mörkinni 6, Reykjavík
1. apr 18:00 Kvöldferð Stóra - Reykjafell
4. apr 8:00 Dagsferð Stóri -Hrútur - Fagradalsfjall
15. apr 18:00 Kvöldferð Straumur - Óttarsstaðir 
22. apr 18:00 Kvöldferð Hjólaferð: Álftanes
29. apr 18:00 Kvöldferð Seljadalur
6. maí 18:00 Kvöldferð Smáþúfur Esju 
9. maí 8:00 Dagsferð Hjólaferð: Vigdísarvellir -  Krýsuvík
13. maí 18:00 Kvöldferð Haukafjöll
20. maí 18:00 Kvöldferð Gullbringa við Kleifarvatn
27. maí 18:00 Kvöldferð Æsustaðafjall - Reykjafell
3. jún 8:00 Dagsferð Hjólaferð: Hólmsheiði - Langavatn
10. jún 18:00 Kvöldferð Marardalur 
13. jún 8:00 Dagsferð Vikrafell
24. jún 18:00 Kvöldferð Leirvogsá - Grafarfoss
    SUMARFRÍ  
19. ág 18:00 Kvöldferð Stóra - Sauðafell
22. ág 8:00 Dagsferð Hekla 
26. ág 18:00 Kvöldferð Elliðakot - Selvatn
2. sept 18:00 Kvöldferð Melahnúkur við Blikdal
9. sept 18:00 Kvöldferð Kringum Leirvogsvatn
12. sept 8:00 Dagsferð Þórisjökull
16. sept 18:00 Kvöldferð Hjólaferð: Innanbæjar
23. sept 18:00 Kvöldferð Stórhöfði vð Hvaleyrarvatn 
30. sept 18:00 Kvöldferð Kjalarnes - Brautarholtsborg
3. okt 8:00 Dagsferð Hrafnabjörg
7. okt 18:00 Kvöldferð Úlfarsfell að austan

 

Athugið að dagskráin er birt með fyrirvara um breytingar vegna veðurs og/eða annarra aðstæðna.

Skráning í FÍ Útideildina

Skráning í verkefnið er hér að neðan. Veljið fjölda þátttakanda og smellið á græna BÓKA hnappinn.

Þegar þú ert búin að fylla út allar upplýsingar og samþykkja skilmálana smellirðu á bláa GREIÐA hnappinn og þá ertu fluttur yfir á greiðslusíðu Valitors, þar sem hægt er að ganga frá greiðslunni með debet eða kreditkorti.

Hægt er að skipta greiðslunni með Kortaláni frá Valitor. Nánari upplýsingar á skrifstofu FÍ í síma 568 2533.

Loading...